Eiga bandaríkjamenn flugskýlið?

Ein setning í fréttinni stakk í augun: ,,Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar seg­ir nefnd­ar­menn ekki hafa verið upp­lýsta um þau áform Banda­ríkja­hers að breyta flug­skýli sínu á Kefla­vík­ur­flug­velli áður en fjallað var um þau í fjöl­miðlum."

Ég man ekki betur en allar eignir á varnarsvæðinu hafi verið afhentar íslenska ríkinu við brotthvarf bandaríska hersins á sínum tíma. Þarna segir Hanna Birna að bandaríski herinn vilji breyta flugskýli ,,sínu". Voru einhverjir fyrirvarar á þessari afhendingu? Þetta er líklega flugskýli sem er búið að vera í nokkuð mikilli notkun undanfarin ár.


mbl.is Voru ekki upplýst um áformin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ég held þeir eigi þetta alltsaman.  Þeir byggðu þetta.  Gott ef þeir eiga ekki flugvöllinn líka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.2.2016 kl. 16:10

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég veit að þeir byggðu allt heila draslið þarna. En þegar þeir fóru af landi brott, sem var einhliða ákvörðun Bandaríkjamanna, var gert samkomulag að íslenska ríkið yfirtæki fasteignir á svæðinu, að mér skilst gegn því að ekki yrði hægt að sækja bætur til hersins vegna hugsanlegs skaða sem síðar gæti komið í ljós vegna mengunar og/eða af öðrum völdum.

Gísli Sigurðsson, 11.2.2016 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband