Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.

Þetta datt mér í hug þegar ég sá Björn Val Gíslason tala fyrir meirihluta nefndar vegna setningar laga á verkfall flugvirkja. Hann sjálfur hefur margoft verið í þeirri stöðu að sett hafa verið lög á hans stéttarfélag og þó ég hafi ekkert í höndunum um hans álit á þeim gjörningum, er ég samt alveg viss um að hann hefur ekki verið hrifinn af slíkri lagasetningu.
mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar á laun draga úr vinnu

Má ekki með sömu rökum segja að skattar á laun dragi úr vilja manna til að sækja vinnu? Ef ég þyrfti ekki að greiða þessi 36 - 38% af laununum mínum í skatt, myndi ég kannski fara að vinna á kvöldin líka. En málið er nú bara þannig að ef við ætlum að reka hér heilbrigðiskerfi, löggæslu og almenna stjónsýslu, þá þarf tekjur til að standa undir því. En því er ekki að neita að opinbera kerfið hefur blásið hressilega út síðustu áratugi með kröfu um sífellt stærri hlut af kökunni sem til skiptanna er. 


mbl.is Telja fjármagnstekjuskatt draga úr fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðsmitandi valdhroki.

Ég hef nú borið nokkra virðingu fyrir þessum tveimur þó hún hafi farið þverrandi sérstaklega varðandi Jóhönnu. En að Steingrímur skuli skella þessu fram núna á þessum tímapunkti finnst mér fyrir neðan allar hellur. Þetta er eins og að senda þjóðinni puttan. Hingað til hafa þau bæði stutt þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum málum, en nei ekki núna þegar þeim hentar það ekki. Ég hef á tilfinningunni að þau hafi smitast af valdhrokanum sem gekk hér fyrir nokkrum árum og gekk þá gjarnan undir heitinu ,,Bláa höndin".
mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Mars 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband