Gísli Sigurðsson

Ég heiti Gísli Sigurđsson og er fćddur í Keflavík á annan jóladag á ţví herrans ári 1953. Ég á 5 systkini: Hallmann fćddur 1945, Margrét fćdd 1947, Ráđhildur fćdd 1951 Sigurlaug fćdd 1958 og loks Sigurđur fćddur 1962.  Foreldrar okkar voru Sigurđur Gíslason bifvélavirki fćddur 1911, látinn 2006 og Sigurlaug Anna Hallmannsdóttir fćdd 1925, látin 2003. Viđ hlutum gott uppeldi verđ ég ađ segja og komum vel undirbúin út í lífiđ úr foreldrahúsum. Ég varđ fyrir ţví í ćsku ađ smitast af berklum og dvaldi af ţeim sökum á sjúkrahúsi um 3ja mánađa skeiđ rétt tćplega 4 ára gamall. Ţađ er svo ótrúlegt ađ ţessi sjúkrahúsdvöl mín er mér svo sterk í minni ađ ég get rifjađ upp margt sem ţar gerđist. T.d. var ţarna yfirhjúkrunarkona sem hét Elísabet og tók miklu ástfóstri viđ mig. Ţó sjúkrahúsiđ í Keflavík hafi ekki veriđ stórt á ţeim tíma ţá hafđi hún engu ađ síđur herbergi inni í byggingunni og ţar var hún međ ţennan flotta grammófón og ţar spilađi hún stundum plötur fyrir mig. En ţá ađ öđru, ég lćrđi bakaraiđn í Ragnarsbakaríi í Keflavík og starfađi ţar frá 1970  til ársins 1981 ađ ég keypti bakarí á Hellu og rak ţađ ásamt konu minni Árnýju Dalrósu Njálsdóttur til ársins 1991. En viđ Árný giftumst áriđ 1975 og eignuđumst 4 syni: Njáll Trausti fćddur 3. ágúst 1976, Sigurđur fćddur 6. janúar 1979 látinn 15. apríl 2006, Gísli Árni fćddur 4. júlí 1985 og Jóhann fćddur 29. apríl 1991. Ađ Helluárum okkar loknum fluttum viđ aftur til Keflavíkur og störfuđum viđ viđ hin ýmsu störf. Frá 1993 starfađi ég í Fríhöfninni í Leifsstöđ. Haustiđ 1999 fékk ég starf sem verslunarstjóri hjá Matbć á Húsavík. 2 árum síđar sameinuđust Matbćr og Samkaup og var ég ţá orđinn starfsmađur Samkaupa úr mínum gamla heimabć. Voriđ 2006 var mér bođinn flutningur í starfi og bođiđ ađ taka viđ verslunarstjórastöđu í Borgarnesi sem ég ţáđi. Ţar starfađi ég í 2 ár og flutti ţá suđur í Reykjanesbć og starfa nú í Samkaup úrval í Njarđvík sem verslunarstjóri.  Ég held ađ ég hafi ţetta ekki lengra ađ sinni, kannski bćti ég einhverju viđ síđar.

Ábyrgđarmađur skv. Ţjóđskrá: Gísli Sigurđsson

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Fćrsluflokkar

Júlí 2022
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband