Ættarmót

Þá erum við komin heim af ættarmóti. Við systkinin hittumst við Apavatn um helgina eins og einhver líklega 12 - 14 síðustu ár. Þá höfum við hist þessa síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi og gert okkur glaðan dag. Síðustu árin höfum við grillað heilan lambskrokk og 2 - 4 læri að auki. Að sjálfsögðu mætum við systkinin ekki ein heldur okkar makar og börn og aðrir afkomendur líka. Áður en við fórum að hittast við Apavatn höfðum við farið misjafnlega mörg saman í útilegu eitthvert hér á suðvestur horninu. Núna um helgina mættu líklega rúmlega 40 manns og ef að líkum lætur á þessi samkoma okkar aðeins eftir að stækka. Það leit alls ekki nógu vel út með veður framan af vikunni en það rættist úr veðrinu þegar á staðinn var komið. Það rigndi aðeins á föstudagskvöldi og aðfaranótt laugardags hellirigndi en síðan var bara blíða og ekki laust við að maður fengi á sig smá lit. Um helgina voru líka mærudagar á Húsavík og það kom kannski allt eins til greina að skreppa þangað en úr varð að við tókum Apavatn frekar, en sjálfsagt kemur að því að við veljum mærudaga sem líklega verða hér eftir um sömu helgi og okkar samkoma. 


Viðbúnaður við lendingu

Ég og mín fjölskylda vorum á leið til Keflavíkur eftir Reykjanesbraut á móts við Voga eða heldur sunnar kannski um kl. 16:30. Þá segist sonur minn hafa séð einhvern hlut falla frá flugvél sem var nýkomin á loft frá Keflavíkurflugvelli. Það er spurning hvort þetta hefur verið sama flugvélin og þurfti að lenda með þessum viðbúnaði.
mbl.is Sneri við og lenti í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óvænt

Þessu var ég búinn að spá fyrir mót í vor. Það var algjörlega vitað að hann myndi ekki klára leiktíðina hér heima, til þess er hann allt of góður leikmaður og klár strákur þar að auki. Gangi þér vel Pálmi. Nú aukast möguleikar minna manna að landa langþráðum titli á hausti komandi, þ.e. ef við náum að halda okkar mannskap og jafnvel að bæta Jóanni B Guðmundssyni í hópinn. Áfram Keflavík.
mbl.is Pálmi Rafn á leið til Stabæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri

Ég er virkilega ánægður með þessi úrslit í kvöld, enda stuðningsmaður Keflavíkur. Ég viðurkenni að FH sótti meira í leiknum en til að vinna leiki þarf að skora (ekkert nýtt), en það gerðu FHingar ekki nema einu sinn og átti tæplega að standa það mark. Nú er það í höndum minna manna að grípa tækifærið og hirða toppsætið þegar þeir mæta Fram í Laugardalnum annað kvöld.  Annars er það athyglivert að FHingar eru að tapa sínum öðrum leik í röð á marki sem þeir fá á sig í uppbótartíma, nokkuð sem þeir hafa nú frekar verið duglegir við að gera sjálfir.
mbl.is Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Júlí 2008
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband