Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Spjaldakóngar

Ég er ekki með tölfræðina fyrir framan mig, en er eitthvert lið í Pepsideildinni komið með fleiri spjöld en Fylkir? Þeir spila ótrúlega fast, sumir myndu segja gróft. En þetta virðist vera vörumerki liða sem Óli Þórðar stýrir.
mbl.is Eyjamenn komnir á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanlegt.

Þetta er búið að vera fyrirsjáanlegt síðan Simun fékk sig lausan undan samningi hjá Keflavík. Sagan segir að Kristján sé búinn að vera að hamast í drengnum síðan hann skrifaði undir hjá HB um að fá hann til sín. En hvað um það, báðir eru þeir búnir að gera fína hluti fyrir okkur og fá þeir bestu þakkir fyrir þann tíma sem þeir voru hjá okkur og gangi þeim allt í haginn.


mbl.is Kristján krækti í Símun Samuelsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Kristján

Ég fyrir mitt leiti vil þakka Kristjáni fyrir þessi 5 ár sem hann hefur þjálfað Keflavíkurliðið. Þetta eru búin að vera skemmtileg tímabil sem hann er búinn að vera með liðið og fínn árangur náðst, þó að endirinn á tímabilinu í fyrra hafi valdið vonbrigðum. En þeir 2 þjálfarar sem mér fannst koma til greina voru Kristján áfram eða Willum sem nú virðist ætla að verða niðurstaðan. Ég býð Willum velkominn og þakka Kristjáni fyrir frábæran tíma og óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi.

Áfram Keflavík.


mbl.is Kristján ekki áfram með Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgæslan enn og aftur.

Það er svo undarlegt með dómgæsluna í sumum leikjum í sumar. Menn eru spjaldaðir fyrir að sparka bolta í burtu eins og það er kallað, reyndar var það þannig að aðstoðardómari veifar rangstöðu, Simun heldur áfram og sjálfsagt þarna í millitíðinn flautar dómarinn og Simun tekur skotið. Er þá ekki veifað á hann gulu spjaldi. Fylkismenn rétt eins og önnur lið sem Ólafur Þ stýrir, tæklar allt sem hreyfist upp í nára og leikmenn andstæðinganna í stórhættu, en nei ekki spjald á slíkt. Ég sem hélt að dómarinn ætti að vernda leikmenn fyrir hættu af slíkri spilamennsku. En annars gott að ná 3 stigum á móti sterku Fylkisliði.
mbl.is Keflavík með sigur á Fylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svekkelsi

Þetta var ansi svekkjandi endir á annars frábærum leik. En nú helst spennan alveg fram í síðustu umferð, að öllum líkindum. Ég hef enga trú á að Blikum takist að stríða FHingum í leiknum sem fram fer nú í vikunni. Þeir eru í tómu bulli þessa dagana, töpuðu reyndar fyrir frábærum Keflvíkingum um daginn og síðan fyrir Fylki í dag. Þeir eru þar með búnir að klúðra tímabilinu hjá sér. En það gæti svo sem hjálpað þeim í leiknum við FH að það er engin pressa á þeim þannig að þeir gætu svo sem alveg náð sínum leik eins og þeir geta best spilað, því þeir eru með fanta gott lið og geta spilað fjári skemmtilegan leik. En annars þurfum við bara að spila okkar leik á laugardaginn kemur og þá er titillinn okkar. Áfram Keflavík
mbl.is FH - Keflavík, 3:2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óvænt

Þessu var ég búinn að spá fyrir mót í vor. Það var algjörlega vitað að hann myndi ekki klára leiktíðina hér heima, til þess er hann allt of góður leikmaður og klár strákur þar að auki. Gangi þér vel Pálmi. Nú aukast möguleikar minna manna að landa langþráðum titli á hausti komandi, þ.e. ef við náum að halda okkar mannskap og jafnvel að bæta Jóanni B Guðmundssyni í hópinn. Áfram Keflavík.
mbl.is Pálmi Rafn á leið til Stabæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri

Ég er virkilega ánægður með þessi úrslit í kvöld, enda stuðningsmaður Keflavíkur. Ég viðurkenni að FH sótti meira í leiknum en til að vinna leiki þarf að skora (ekkert nýtt), en það gerðu FHingar ekki nema einu sinn og átti tæplega að standa það mark. Nú er það í höndum minna manna að grípa tækifærið og hirða toppsætið þegar þeir mæta Fram í Laugardalnum annað kvöld.  Annars er það athyglivert að FHingar eru að tapa sínum öðrum leik í röð á marki sem þeir fá á sig í uppbótartíma, nokkuð sem þeir hafa nú frekar verið duglegir við að gera sjálfir.
mbl.is Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærkominn liðsauki

Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem maður hefur fengið úr herbúðum Keflavíkur lengi. Nýbúið er að semja við Hans Mathiesen sem lék áður með fram og svo þessir sterku leikmenn sem sannarlega eru með Keflavíkurhjarta. Það er klárt að þetta mun styrkja liðið og leiða til meiri baráttu um  sæti í liðinu. Sterkari og breiðari hópur í lengra og erfiðara tímabil. Áfram Keflavík!!!
mbl.is Hólmar og Hörður til Keflavíkur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband