Góð úrslit

Þetta voru flott úrslit í þessum 2 leikjum sem skiptu máli. Ég er ekki frá því að Arsenal menn hafi verið slegnir út af laginu horfandi á félaga sínum slátrað svona hrottalega. Á venjulegum degi hefðu þeir rúllað yfir þetta Birmingham lið. En svona er boltinn, það eru slæmir og góðir dagar, en áfram Man Utd.
mbl.is Man. Utd lék Newcastle grátt, 5:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltafantar eða óheppni

Þá er ferill enn eins knattspyrnumannsin í uppnámi vegna hrottaskapar eða óheppni varnarmanns. Ég vil alls ekki gera mönnum svo illt að þeir ætli að meiða andstæðinga sína á vellinum en oft líta brotin svo illa út að maður gæti haldið að á bak við þau lægi illur ásetningur. Ég rifja enn einu sinni upp brot leikmanns ÍBV á Ingva Rafni Guðmundssyni leikmanni Keflavíkur, líklega í byrjun tímabilsins 2005. En Ingvi hefur ekki getað leikið knattspyrnu síðan nema einhverjar mínútur sem hann reyndi í fyrrasumar en gekk ekki. Það er semsagt búið að kosta hann 3 tímabil þetta hrottalega brot sem var ef ég man rétt lítt eða ekki refsað fyrir, kannski gult spjald en ekki meir. Við skulum nú vona að þetta séu ekki svona slæm meiðsli hjá þessum stórskemmtilega leikmanni Arsenal, þó ég haldi nú ekki með þeim, þá vill maður ekki neinum svo illt að þeir séu úr leik.
mbl.is Eduardo hjá Arsenal illa slasaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir og vindar

Ég rakst á þessa frétt á visir.is:

Kristján Möller samgönguráðherra veit af eigin reynslu að hálka og vindur hafa áhrif á akstursskilyrði.

„Ég lenti í því á síðasta ári á keyrslu frá Raufarhöfn, var á leiðinni til baka í Kelduhverfi, að mikil vindhviða kom og hálka var á vegi og ekki var hægt að gera annað en að sveigja út af. Sem betur fer var frágangur Vegagerðarinnar á þessu svæði þannig að vel var gengið frá bakka og gamli vegurinn ekki langt undan þannig að hægt var að sveigja í þá áttina. En það voru tvímælalaust vindur og hálka sem gerðu það að verkum að maður lenti út af."

Kristján sagði frá þessu í svari við fyrirspurn Gunnars Svavarssonar um hvort notast væri við rannsóknir á vindum við vegahönnun. Spurningunni svaraði hann játandi.

Ég bý nú í Borgarnesi og heimamenn segja mér að ef vegurinn undir Hafnarfjalli væri lagður neðar í landinu og nær sjó þá værum við laus við þá gífulegu vindstrengi sem oft mælast þar. Eins og glöggir vegfarendur hafa væntanlega séð eru nokkrir sumarbústaðir í skóginum fyrir neðan veg og sagt er að þeir sem þar dvelja verði varla varir við þessi veður sem geysa rétt fyrir ofan þá. Ég veit ekki um aðstæður á Kjalarnesi en það mætti segja mér að svipaðar aðstæður séu þar.

Er þetta merki um að vegagerðarmenn hafi gert ítarlegar rannsóknir á vegarstæðinu áður en til framkvæmda kom?


Bloggfærslur 23. febrúar 2008

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband