Skattar á laun draga úr vinnu

Má ekki með sömu rökum segja að skattar á laun dragi úr vilja manna til að sækja vinnu? Ef ég þyrfti ekki að greiða þessi 36 - 38% af laununum mínum í skatt, myndi ég kannski fara að vinna á kvöldin líka. En málið er nú bara þannig að ef við ætlum að reka hér heilbrigðiskerfi, löggæslu og almenna stjónsýslu, þá þarf tekjur til að standa undir því. En því er ekki að neita að opinbera kerfið hefur blásið hressilega út síðustu áratugi með kröfu um sífellt stærri hlut af kökunni sem til skiptanna er. 


mbl.is Telja fjármagnstekjuskatt draga úr fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Akkúrat, væri því ekki skynsamara að lækka skatta, allar gerðir þeirra og laða að fjármagnseigendur. T.d. flatan 17% skatt, engan persónuafslátt en háan virðisauka á óþarfa. Myndi koma neðanjarðarhagkerfinu upp, hvetja til vinnu, eyðslu á peningum og þannig hvatningu og atvinnusköpunar. Skattarnir eins og þeir eru núna, virka ekki heldur draga úr tekjum Ríkissjóðs og auka kreppuna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 11.3.2010 kl. 14:32

2 identicon

Skiptir engu hvað fjármagnstekjuskatturinn er.

Það hefur nú sýnt sig að þó hann hafi aðeins verið 10% voru menn samt með krókaleiðir og lögðu töluvert á sig til þess að losna við að greiða hann.

Semsagt, þetta fjármagnstekjulifilið vill bara EKKI BORGA NEITT til samneyslunnar.

Skussinn (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 14:48

3 identicon

Vandamálið er að fólk skilur ekki hagfræði 101.

Lág prósenta af miklu er mikið

100% af engu er ekkert.

Aukin prósenta á minnkandi köku endar í litlu

Það  er meiri gróði af lágum sköttum á fjármagnstekjur.  Það hefur sagan sýnt og reynsla annarra þjóða.

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvað er skattrannsóknarstjóri að benda á nú þessa dagana? Er ekki að koma upp úr dúrnum að fólkið sem þurfti aðeins að greiða 10% skatt af fjármagnstekjum reyndi að koma sér algjörlega undan því svo nemur tugum milljarða? Hefði það ekki líka reynt það þó prósentan hefði bara verið 5 stig. En að sjálfsögðu er það rétt að lág prósenta af miklu gefur meira heldur en allt of há af litlu, en það er þessi gullni meðalvegur sem þarf að reyna að rata og sanngirnin þarf að vera til staðar.

Gísli Sigurðsson, 11.3.2010 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband