8.6.2010 | 17:35
Íslenska 101
Þessi setning er í frétt mbl.is:
Mér finnst engu líkara en að það sé hreinlega verið að reyna stytta ræðutíma og gefa þingmönnum ekki kost á að tala í málum, víst að sífellt er verið að breyta dagskrá þingsins," sagði Vigdís.
Fólk er farið að nota þetta orð, víst, í stað fyrst. Getur einhver sagt mér hvernig það er tilkomið?
Óbarnvænt Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki hugmynd! Ég hélt einmitt að þetta væri villa og þarna ætti að standa "fyrst". "Víst að eitthvað" hljómar rosalega spánskt, ekki nema að það sé algjör vissa fyrir einhverju.
Einhver íslenskufræðingur tilbúinn í að gefa okkur smá kennslu?
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 17:58
Það verður nú seint sagt um Vigdísi að hún tali íslensku óbjagað. Eftirfarandi er dæmi um ruglingslega hugsun: Það er ekki hægt að reisa þetta land við, ef þetta heldur áfram sem fram horfir,“ sagði Vigdís.
Hér ætti að vera: ef heldur fram sem horfir. Ekki: áfram sem fram horfir.
Síðan er enn eitt dæmið um ruglingslega hugsun: „Mér finnst engu líkara en að það sé hreinlega verið að reyna stytta ræðutíma og gefa þingmönnum ekki kost á að tala í málum, víst að sífellt er verið að breyta dagskrá þingsins,“ sagði Vigdís.
Hér væri réttara að segja: og torvelda þingmönnum að tala. Hef aldrei heyrt né séð "... gefa þingmönnum ekki kost á að tala í málum."
Ég er ekki íslenskufræðingur en hef unun af að hlusta á vandað mál.
Ætli mér sé ekki óhætt að segja að Vigdís falli á frumgreinadeild grunnskóla í íslensku áður en íslenska 101 tekur við. :)
Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.