4.4.2011 | 21:57
Þvílíkur leikur!!!!!!
Þessi leikur í kvöld var sko fullorðins. Ég veit ekki hversu oft í leiknum ég var búinn að afskrifa mína menn, en þvílíkur vilji og orka sem menn búa yfir til að koma til baka og landa sigri. Ég hugsa að Hreggviður sé kominn með snert af ,,flashback", en hann gæti lent í því í annað sinn á sínum ferli að vera kominn í 2-0 á móti Keflavík og missa það í 2-3. En það er einn leikur eftir enn og það getur allt gerst, og reyndar í raun tilviljun hvoru megin sigurinn lendir þegar liðin eru eins jöfn og þau voru í kvöld. Áfram Keflavík.
Aftur vann Keflavík eftir framlengingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Keflvíkingar eru að gera þetta ansi erfitt fyrir sig eftir að hafa tapað fyrstu 2 leikjnum en þeir kunna þetta svo sannarlega, en í kvöld voru bestu lið landsins að keppa...það er engin spurning.
Þess má geta að keflvíkingar skrifuðu sig í sögubækurnar íslensks körfubolta sem eina liðið sem jafnað hefur einvígi í úrslitakeppni eftir að hafa lent undir 0-2, en þetta var í rimmunni gegn ÍR í úrslitakeppinni í undanúrslitum 2008 og sigruðu einvígið 3-2.
Það er spurning hvort þetta endurtaki sig!!!
Áfram Kef
Friðrik Friðriksson, 4.4.2011 kl. 22:32
Þetta er magnað - svona vill maður hafa þetta. Vona að ykkar menn verði en á flugi í síðasta leiknum í þessu einvígi.
Gísli Foster Hjartarson, 4.4.2011 kl. 23:13
Gísli þótt ég tek ekki neitt frá ÍR-ingum því þeir hafa frábært lið að þá kom Snæfell mér á óvart með ansi mikinn slappleika í rimmunni gegn Stjörnunni því maður veit að þeir geta miklu betur.
En svona er körfuboltinn.....Spenna út í gegn!!!!
Friðrik Friðriksson, 4.4.2011 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.