Skattlagning bankagróðans

Undanfarna daga er búið að vera að tilkynna þjóðinni hversu himinháar fjárhæðir bankarnir hafa grætt. Tekið er fram hve mikill hagnaðurinn er ,,eftir skatta". En er það rétt sem ég heyri að fyirtækin, bankarnir geti frestað greiðslu skattanna vegna þess að þetta er hagnaður af sölu hlutabréfa og hann er notaður til kaupa á nýjum hlutabréfum. Þannig frestast skattgreiðslan endalaust. Ég sem var svo ánægður með þessa glæsilegu útkomu og allan þann haug af peningum sem kæmu til með að mokast inn í ríkiskassann. Ég var á sínum tíma mótfallinn sölu ríkisbankanna en var búinn að skipta um skoðun á því vegna þessa gríðarhagnaðar og þá þar af leiðandi hárra skattgreiðslna, sem ég leit þá á sem uppbót á söluverðið. En ef þetta er rétt sem ég heyri af skattleysi bankanna hef ég aftur efast um hvort rétt var staðið að sölu þeirra. Og nú bætir forsætisráðherra um betur og bjargar bönkunum og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum að sjálfsögðu með hugmyndum um að hætt verði að skattleggja hagnað af sölu hlutabréfa. Þetta hlýtur að vera hugsað til þess að einfalda hlutabréfasölumönnum lífið, þ.e. að þurfa ekki að rjúka til að fjárfesta í nýjum bréfum innan tilskilins tímaramma. Er þetta réttlæti? Ég bara spyr. En annars verð ég að hrósa þeim Landsbankamönnum, en þeir voru að tilkynna starfsmönnum að þeir fengju 300 þús. króna kaupauka vegna góðs árangurs á síðasta ári. Þetta er örugglega 2. eða 3. árið sem þeir gera þetta. Mér finnst ástæða til að benda á þetta því að oft er talað á tillidögum um verðmætið sem fólgið er í starfsfólki en svo nær það ekkert lengra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband