Fleiri hraðakstursgötur

Það eru fleiri íbúðargötur þar sem hraðakstur er stundaður. Ég get nefnt sem dæmi Tjarnargötu ofan Hringbrautar. Þegar bílar koma niður brekkuna fyrir ofan Sunnubraut eru þeir oft á ansi miklum hraða. Og ég veit að það er töluvert af börnum þarna í hverfinu. Örugglega er svipað uppi á teningnum með Aðalgötuna ofan Hringbrautar enda eru báðar þessar götur svokallaðar tengibrautir, þ.e. ef Aðalgatan telst ekki stofnbraut, en hún tengist beint upp á Reykjanesbraut ofan byggðar.
mbl.is „Við viljum ekki sjá annað svona slys í götunni okkar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er svo einkennilegt með það að alltaf þurfi slysinn að gerast fyrst svo úrbætur verða hvort sem um er að ræða öryggismál í akstursíþróttum eða í almennri umferð.

Kristján B (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:26

2 identicon

Um leið og ég votta aðstandendum litla drengsins alla mína samúð, þá vil ég lýsa algjöru vantrausti á bæjarstjórn Reykjanesbæjar fyrir það að hafa hundsað ítrekaðar óskir bæjarbúa um hraðahindrun á þessa götu. 

Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 13:24

3 Smámynd: Mummi Guð

Það er eitt vakti athygli mína í þessari frétt. Einn maður sem kemur fram og segist að það þurfi að lækka hámarkshraðann þarna niður í 30 vegna þess að sumir keyra á ofsahraða eða allt að 120 km hraða. Halda menn virkilega að með því að lækka hámarkshraðann úr 50 niður í 30 að þeir sem keyra á 120 hætta því?

Ég reyni að keyra á löglegum hraða og eftir aðstæðum. Við bestu aðstæður þá ber Vesturgatan 50 km hraða vel og mér finnst fáránlegt að lækka hámarkshraðann vegna þess að ökuníðingar keyra allt of hratt. Mér finnst eins og að það sé alltaf verið að refsa þeim heiðarlegum vegna ökuníðingana.

Ef Vesturgatan ber ekki 50 km hraða, þá gerir engin gata það. Aftur á móti er ég frekar hlynntur hraðahindrunum, sérstaklega þar sem þær eru byggðar upp við gangbrautir eins og tíðgast á mörgum stöðum í bænum.

Mummi Guð, 3.12.2007 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband