Vegir og vindar

Ég rakst á þessa frétt á visir.is:

Kristján Möller samgönguráðherra veit af eigin reynslu að hálka og vindur hafa áhrif á akstursskilyrði.

„Ég lenti í því á síðasta ári á keyrslu frá Raufarhöfn, var á leiðinni til baka í Kelduhverfi, að mikil vindhviða kom og hálka var á vegi og ekki var hægt að gera annað en að sveigja út af. Sem betur fer var frágangur Vegagerðarinnar á þessu svæði þannig að vel var gengið frá bakka og gamli vegurinn ekki langt undan þannig að hægt var að sveigja í þá áttina. En það voru tvímælalaust vindur og hálka sem gerðu það að verkum að maður lenti út af."

Kristján sagði frá þessu í svari við fyrirspurn Gunnars Svavarssonar um hvort notast væri við rannsóknir á vindum við vegahönnun. Spurningunni svaraði hann játandi.

Ég bý nú í Borgarnesi og heimamenn segja mér að ef vegurinn undir Hafnarfjalli væri lagður neðar í landinu og nær sjó þá værum við laus við þá gífulegu vindstrengi sem oft mælast þar. Eins og glöggir vegfarendur hafa væntanlega séð eru nokkrir sumarbústaðir í skóginum fyrir neðan veg og sagt er að þeir sem þar dvelja verði varla varir við þessi veður sem geysa rétt fyrir ofan þá. Ég veit ekki um aðstæður á Kjalarnesi en það mætti segja mér að svipaðar aðstæður séu þar.

Er þetta merki um að vegagerðarmenn hafi gert ítarlegar rannsóknir á vegarstæðinu áður en til framkvæmda kom?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

áhugavert

Guðrún Vala Elísdóttir, 25.2.2008 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband