Fótboltafantar eða óheppni

Þá er ferill enn eins knattspyrnumannsin í uppnámi vegna hrottaskapar eða óheppni varnarmanns. Ég vil alls ekki gera mönnum svo illt að þeir ætli að meiða andstæðinga sína á vellinum en oft líta brotin svo illa út að maður gæti haldið að á bak við þau lægi illur ásetningur. Ég rifja enn einu sinni upp brot leikmanns ÍBV á Ingva Rafni Guðmundssyni leikmanni Keflavíkur, líklega í byrjun tímabilsins 2005. En Ingvi hefur ekki getað leikið knattspyrnu síðan nema einhverjar mínútur sem hann reyndi í fyrrasumar en gekk ekki. Það er semsagt búið að kosta hann 3 tímabil þetta hrottalega brot sem var ef ég man rétt lítt eða ekki refsað fyrir, kannski gult spjald en ekki meir. Við skulum nú vona að þetta séu ekki svona slæm meiðsli hjá þessum stórskemmtilega leikmanni Arsenal, þó ég haldi nú ekki með þeim, þá vill maður ekki neinum svo illt að þeir séu úr leik.
mbl.is Eduardo hjá Arsenal illa slasaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er búinn að sjá ljósmyndir af brotinu bæði um leið og sparkið kemur og rétt á eftir, og ég held að þessi maður eigi ekki eftir að leika knattspyrnu framar. Fóturinn er í sundur um ökklann.

Gísli Sigurðsson, 23.2.2008 kl. 14:41

2 identicon

Alveg satt hjá þér að þetta brot er hrikalegt og það kæmi mér ekkert á óvart þótt Eduardo yrði aldrei sami knattspyrnumaðurinn á eftir. Hins vegar held ég að það hafi aldrei verið nokkur ásetningur í Martin Taylor að gera neitt annað en að ná boltanum. Tæklingin virkaði ekki gróf við fyrstu sýn, að mínu mati bara einskær óheppni að svona fór.

Dóri (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 15:06

3 identicon

Hér á góð biblíutilvitnun við ....  Tönn fyrir tönn og auga fyrir auga.  Þessi varnarmaður á skilið að vera fótbrotin á sama hátt ... hann kannski hugsar sig þá um tvisvar næst þegar hann ákveður að enda leikferil annars leikmanns.

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Örvar, ég held að hann hafi nú ekki ákveðið sisona, heyrðu best að brjóta löppina undan einhverjum í dag, látum okkur nú sjá, já Eduardo væri fínn í það.

Gísli Sigurðsson, 23.2.2008 kl. 21:59

5 identicon

Tja " Tæklingin virkaði ekki gróf við fyrstu sýn, að mínu mati bara einskær óheppni að svona fór" Fyrir fagfólk hjá Sky sjónvarptöðinni virkaði þessi tækling það gróf við fyrstu SÝN að hún var ekki SÝND aftur það segir svolítið!!!....Eða er það ekki?

Gunnar jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband