8.3.2008 | 20:34
Dómaraskandall
Ég held ég verði að taka undir með Ferguson með dómgæsluna. Ég sá ekki allan leikinn beint en sá í fréttum þegar brotið var á Ronaldo og ekkert dæmt. Mér skilst að rétt áður hafi verið brotið alveg eins á honum út við hliðarlínu og þá fékk hann aukaspyrnu. Þetta hefur mér alltaf fundist fáránlegt að það þurfi öðruvísi brot inni í vítateig til að dæmt sé. Fyrir mér er þetta einfalt mál, brot inni í teig = víti. Þó það yrðu 3 eða 6 víti í leik, þá myndi það örugglega deilast niður á liðin og kæmi jafnt út. En eins og þessi leikur spilaðist þá hefðu mínir menn ekki skorað þó þeir væru enn að spila. Svona er þetta bara stundum. Og ég get sagt að það var engin sárabót að Chelsea skyldi detta út.
Alex Ferguson: Dómgæslan fáránleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gleymdi einu, ég óska vini mínum Hermanni Hreiðarssyni til hamingjum með sigurinn, ég held að hans leið alla leið ætti að vera greið úr þessu, en samt, maður veit aldrei.
Gísli Sigurðsson, 8.3.2008 kl. 20:39
Bú hú hú.
Eysteinn Þór Kristinsson, 8.3.2008 kl. 21:56
Sæll Gísli, það er fyrrverandi starfsmaður sem að kvittar hér.
Já ég sá þennan leik, brotið á Ronaldo var fáránlegt og átti að sjálfsögðu að dæma víti á þetta brot, en því miður, þá geta liðsmenn okkar liðs eingöngu skammast út í sjálfa sig fyrir að nýta engin færi sem þeir fengu, fáránlegt brot einnig hjá Kústskaftinu okkar í markinu og mjög réttlætanlegt rautt spjald til dæmis.. en hundsvekktur er ég
kv. fyrrverandi starfsmaður Úrval á Húsavík ;)
Mikael Þorsteinsson, 9.3.2008 kl. 01:38
Þó ég sé stuðningsmaður ManU get ég alls ekki verið sammála stjóranum. Reyndar er ég sammála um að það var brotið á Ronaldo, en hann var ekki felldur, heldur var þetta hindrun og þar af leiðandi óbein aukaspyrna - ekki vítaspyrna. Þar að auki var þetta aðeins eitt af fjölmörgum færum liðsins og það var varla dómaranum að kenna að okkar menn klúðruðu öllum hinum - eða hvað?
Skúli Freyr Br., 9.3.2008 kl. 08:23
Sendi þér og þínum kærar Páskakveðjur.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2008 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.