24.3.2008 | 23:02
Vanvirðing við látna manneskju
Einhvern veginn leggst þetta hauskúpumál þannig í mig að hér sé um vanvirðingu við látna manneskju að ræða. Einhversstaðar las ég, líklega á visir.is, viðtal við konu sem hafði hauskúpu þessa ,,til skrauts" í hjólhýsi sínu. Skreytir maður hýbýli sín með látnu fólki? Ég bara spyr. Látum vera ef þetta hefði verið úr plasti, en konan vissi að þetta var ekta hauskúpa sem komst í hennar hendur eftir krókaleiðum frá lækni sem hafði rannsakað kúpuna.
![]() |
Hauskúpan var meðal húsmuna í hjólhýsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er nú ekki vis um að maður yrði hress með það að hauskúpan á manni endaði sem öskubakki í einhverju sukkhýsi, ég gæti lofað fólki þokkalegum reymleikum á þeim stað.
Guðmundur (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:08
Ef þú og afgangurinn af þessum ofurgáfuðu moggabloggurum kynnuð að lesa þá kemur fram að þetta sé HLUTI af hauskúpu.
"en konan vissi að þetta var ekta hauskúpa"
Hvernig veist þú það? Voðalega ert þú klár. Þekkir þú konuna eitthvað? Það er svosem ekki hægt að ætlast til mikils af þér, enda Borgnesingur.
Steini (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 23:16
Já Gísli mér finnst það svo sannarlega vanvirðing, það er eitthvað að svona fólki. Við þig Steini klári vil ég segja, það er ekki mikill vandi að sjá og lesa um það að Gísli er ekki Borgnesingur.Það stendur allt um það í höfundarlýsingu.Hvað ertu að þvælast innanum okkur ólæsu, ofurgáfuðu moggabloggara ef þú þolir það ekki.Enginn að neyða þig til þess.
Erna, 25.3.2008 kl. 00:41
Steini, ég skal benda þér á tengil á viðtal við eiganda hauskúpunnar eða hluta úr henni eða hvernig sem þú vilt orða þetta. Þar segir hún að þetta sé komið frá lækni sem var eitthvað að rannsaka hana á sínum tíma. Samkvæmt því þá vissi viðkomandi að þetta var úr manneskju.
http://visir.is/article/20080324/FRETTIR01/80324051Gísli Sigurðsson, 25.3.2008 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.