Körfubolti

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að tala um körfubolta. En ég ætla samt að gera það. Ég er búinn að mæta á 3 síðustu leiki Keflavíkur gegn ÍR og þeir hafa allir unnist með miklum mun. Þegar maður hugsar um það hversu stórir þessir sigrar hafa verið þá furðar maður sig á því hvernig Keflavík gat tapað fyrir þessu ÍR liði. Nú ætla ég ekki að gera lítið úr ÍRingum en það var eitthvað mikið sem vantaði upp á hjá þeim í þessum leikjum. Kannski er það þessi klassíska skýring, reynslan sem býr í Keflavíkurliðinu af því að taka þátt í svona úrslitarimmum hefur kannski fleytt þeim þetta langt. En nú er það nýtt verkefni sem er framundan, en það er baráttan við Snæfell. Ég held að það geti orðið rosaleg rimma og verst að ég get nú líklega ekki mætt á nema hluta þeirra leikja. Verð á Norðurlandinu á laugardaginn þegar fyrsti leikurinn fer fram, ætla að reyna að fara í Hólminn á mánudaginn. Vonandi verður þetta jöfn og skemmtileg barátta og umfram allt drengileg. 

Það hefur dálítið verið í umræðunni að Keflavík hafi leikið fast og jafnvel gróft og ódrengilega. Ef svo væri þá væri búið að setja saman klippur af þeim fautaskap því að myndavélarnar ná þessu öllusaman.  Ég veit að þeir hafa spilað ákveðna vörn og þar af leiðandi fengið á sig villur í samræmi  við það. En lið sem ekki fær á sig villur í vörninni er ekki að spila vörn, svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband