Lítil haglabyssa ætluð börnum!!!!!!!!

Hvenær ætla Bandaríkjamenn að læra? Ég held að þetta toppi allt sem maður hefur heyrt af þessari Guðs útvalinni þjóð og meðferð og eign þeirra á byssum. Lítil haglabyssa ætluð börnum!! Til hvers? Hvernig dettur fólki svona andsk.... vitleysa í hug. Er nokkurt annað land á þessari jörð sem umgengst byssur á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn? 


mbl.is 11 ára drengur ákærður fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er þettað hjá þjóð sem telur byssueign teljast til mannréttinda.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:47

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Aðeins í hinum friðelskandi, sjálfumglöðu og fullum sjálfsréttlætingar; Bandaríkjum Norður Ameríku sem vilja að allar þjóðir verði eins og þeir. 

Þarna eru mannréttindi þeirra á fullri ferð eins og endranær.

Hver er munurinn á Bandaríkjamönnum og Talíbönum?

Svar: Þeir klæðast í örðuvðísi fötum og hafa mismunandi skeggsnyrtingu.  Annað er allt meira og minna það sama.  T.d., þá er kverfyrirlitningin í suðurríkum BNA nokkurnvegin sú sama og hjá Talíbönum.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 22.2.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´ 

Það átti að vera "KVENFYRIRLITNINGIN".

Kk, Bb.

Sigurbjörn Friðriksson, 22.2.2009 kl. 13:27

4 identicon

Stórkostleg fáfræði að segja að kvenfyrirlitning í suðurríkjunum sé "nokkurn veginn sú sama" og hjá Talibönum. Síðast þegar ég vissi þá máttu t.d. konur vel mennta sig í suðurríkjum bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að sýru sé skvett framan í þær.

Margt má gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir en þetta er fordómafull og heimskuleg athugasemd.

Sigurjón (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:38

5 identicon

Miðað við það umhverfi sem þetta barn býr í (hvað varðar byssueign og er nefnt hér fyrir ofan) þá held ég að það hljóti að vera alveg eins brot á mannréttindalögum að ákæra strákinn og að taka af honum haglarann. Kerfið útvegaði honum vopnið og ætlar núna að henda honum í fangelsi þar sem hann verður senniega sviptur allri von um að verða fúnkerandi þjóðfélagsþegn og lærir glæpamennsku í staðinn og endar sennilega sem fjöldamorðingi. Þetta er bara bandaríska ruglið enn og aftur, réttarkerfið virðist ekki geta hugsað lengra en á orsaka-afleiðinga-skref #1 - hefnd.

Guðmundur (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:48

6 Smámynd: The Critic

 Byssan sem notuð var er ekki ætluð sem leikfang fyrir börn heldur er þetta veiðibyssa og á að vera geymd í læstum skáp eins og aðrar haglabyssur. Ekki er ætlast til að börn séu ein með svona byssu heldur aðeins í fylgd með fullorðnum þegar verið er að veiða. Allt má misnota og þarna er um augljósa vanrækslu foreldra að láta byssuna vera fyrir augum barnanna.

Björn Bóndi: Þín athugasemd skammarleg og heimskuleg og er ekki neinum rökum reist. Bandaríkjamenn er ekki á réttri braut hvað byssueign varðar og margt þar sem betur mætti fara. Einnig er margt þar sem vel er gert og aðrar þjóðir mættu taka til fyrirmyndar. 

The Critic, 22.2.2009 kl. 14:07

7 Smámynd: Egill

Sjaldan að maður heyri svona upplýst komment hér á mbl.is blogginu, þ.e. frá The critic.

ýmislegt að í bandaríkjunum eins og annars staðar, annars staðar er t.d. hér á íslandi, og tala nú ekki um í evrópu.

innflytjendamál eru vandamál sem flest lönd evrópu eru EKKI að kljást við þessa stundina, loka augunum gagnvart vandamálum er evrópska leiðin, sorglegt ástand.

einu ríkin sem eru ekki í þessum vandræðum nú í dag eru Ísland og Finnland, innflytjendalög hér eru of mikið streð fyrir fólk til að reyna að misnota aðstöðuna hér, en ég sé fyrir mér að það sé ekkert of langt í að þetta breytist til hins verra.

Egill, 22.2.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband