14.12.2009 | 18:26
Hvaða hvaða?
Hvernig er það þegar menn eru með svona dýr tæki í höndunum, er ekki hafður tékklisti við höndina rétt eins og í flugi? Það er alveg sama hversu oft menn fara í loftið og lenda, það er algjört lykilatriði að fara alltaf yfir tékklistann og treysta aldrei á minnið eitt. Mér finnst að það ætti að vera svipað í svona farartækjum að það sé stuðst við lista yfir það sem gera þarf þegar lagt er úr höfn og svo aftur þegar komið er í höfn. Kannski er svona listi, þekki það ekki, en þá þarf líka að fara yfir hann.
Annar veltiuggi Herjólfs skemmdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 839
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er sammála að hafa tékklista um borð í flugvélum og skipum,
en í bílum er ekki viss og þú getur ekki notað slíkan lista á mótorhjóli þannig að önnur farartæki önnur en skip flugvélar detta út með þennan lista
Magnfreð Ingi Ottesen, 14.12.2009 kl. 20:57
Nei það er líklega rétt hjá þér að þetta gengur ekki í bílum, nema kannski í langferðabílum/rútum: Er örugglega nóg olía til Akureyrar? gæti t.d. verið efst á blaði í Norðurleiðarútunni.
En reyndar segi ég í greininni: ,, í svona farartækjum" og er þá að vísa til fréttarinnar um Herjólf.
Gísli Sigurðsson, 14.12.2009 kl. 21:17
Hehe. sé það núna "svona farartækjum" las þetta eithvað vitlaust
Þetta með rútur, já ég get verið sammála þar, sjálfur er ég rútubílstjóri og hef lent í því að gleyma tékka á olíu-stöðuni, sem gerir ekkert til þar sem mínar ferðir eru svo stuttar. Verra ef ég þyrfti að fara lengri leiðir :)
Magnfreð Ingi Ottesen, 14.12.2009 kl. 21:31
Þarf ekki að skifta út einhverju öðru en ugganum í þettað skiftið ??
Hversu oft er hægt að valda miljónatjóni í skjóli gleymsku/heimsku ? Er greiddur bónus fyrir hvern skemmdan ugga ?
Merkilegt að fólk hætti lífi og limum til að sigla með þannig skipstjóra...
Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.