Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Ég veit ekki alveg hvort ég á að þora að segja það sem mig langar að segja núna. En þannig er mál með vexti að ég þurfti að skreppa á Heilsugæsluna hér í Keflavík. Ekkert mál með það, hitti lækninn og fékk úrlausn minna mála og svona. En það sem stakk mig var að innan við afgreiðsluborðið voru taldist mér til einir 4 starfsmenn sem stóðu þar aðgerðar/verkefnalausir og spjölluðu saman. Þetta er ekki fyrsta skipti sem ég sé svona stöðu þarna og fólk sem ég hef sagt frá þessu taka undir með mér. Kannski hitti ég bara svona á að það sé akkúrat kaffitími starfsmanna þegar ég kem, en samt held ég að þetta sé ekki kaffistofan þeirra. Punkturinn sem ég er að benda á er sá að það er verið að tala um samdrátt og sparnað. Þarna sé ég ekki annað en hægt sé að spara einhverjar krónur. Það er alveg öruggt að væri svona staða uppi á mínum vinnustað yrði gripið til aðgerða til að spara peninga, enda strangt aðhald viðhaft í starfsmannahaldi. Ég bara varð að koma þessu frá mér, hafi einhver sem les þetta eitthvað við þetta að athuga, þá vil ég endilega fá svör og rökstuðning fyrir því ef þetta er tóm steypa sem ég er að fara með hér.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2011
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband