30.7.2009 | 23:10
Ekki hræddir
Munurinn á Keflvíkingum í kvöld og öðrum liðum er sá að þeir komu ekki hræddir inn í þennan leik. Kristján greinilega búinn að kortleggja vel veikleika varnar FHinga og notaði það sem virkar á þá: hraðann. Glæsilegt. Nú geta önnur lið fengið spóluna hjá Rúv og skoðað hvernig hægt er að leggja Fimleikafélagið.
![]() |
Keflavík sló FH út úr bikarnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 22:36
Dómgæslan enn og aftur.
Það er svo undarlegt með dómgæsluna í sumum leikjum í sumar. Menn eru spjaldaðir fyrir að sparka bolta í burtu eins og það er kallað, reyndar var það þannig að aðstoðardómari veifar rangstöðu, Simun heldur áfram og sjálfsagt þarna í millitíðinn flautar dómarinn og Simun tekur skotið. Er þá ekki veifað á hann gulu spjaldi. Fylkismenn rétt eins og önnur lið sem Ólafur Þ stýrir, tæklar allt sem hreyfist upp í nára og leikmenn andstæðinganna í stórhættu, en nei ekki spjald á slíkt. Ég sem hélt að dómarinn ætti að vernda leikmenn fyrir hættu af slíkri spilamennsku. En annars gott að ná 3 stigum á móti sterku Fylkisliði.
![]() |
Keflavík með sigur á Fylki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.7.2009 | 14:54
Myntkörfulán
Þessi svonefndu myntkörfulán eru að fara illa með marga. En eru þetta raunverulega lán í erlendri mynt eða eru þetta í raun krónulán með gengistryggingu? Mér þætti gaman að vita hvort þetta hefur verið kannað og þetta sé kannski ein birtingarmyndin á veðmálinu gegn krónunni.
![]() |
115 milljarða erlend bílalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 956
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar