Ekki hræddir

Munurinn á Keflvíkingum í kvöld og öðrum liðum er sá að þeir komu ekki hræddir inn í þennan leik. Kristján greinilega búinn að kortleggja vel veikleika varnar FHinga og notaði það sem virkar á þá: hraðann. Glæsilegt. Nú geta önnur lið fengið spóluna hjá Rúv og skoðað hvernig hægt er að leggja Fimleikafélagið.
mbl.is Keflavík sló FH út úr bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgæslan enn og aftur.

Það er svo undarlegt með dómgæsluna í sumum leikjum í sumar. Menn eru spjaldaðir fyrir að sparka bolta í burtu eins og það er kallað, reyndar var það þannig að aðstoðardómari veifar rangstöðu, Simun heldur áfram og sjálfsagt þarna í millitíðinn flautar dómarinn og Simun tekur skotið. Er þá ekki veifað á hann gulu spjaldi. Fylkismenn rétt eins og önnur lið sem Ólafur Þ stýrir, tæklar allt sem hreyfist upp í nára og leikmenn andstæðinganna í stórhættu, en nei ekki spjald á slíkt. Ég sem hélt að dómarinn ætti að vernda leikmenn fyrir hættu af slíkri spilamennsku. En annars gott að ná 3 stigum á móti sterku Fylkisliði.
mbl.is Keflavík með sigur á Fylki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntkörfulán

Þessi svonefndu myntkörfulán eru að fara illa með marga. En eru þetta raunverulega lán í erlendri mynt eða eru þetta í raun krónulán með gengistryggingu? Mér þætti gaman að vita hvort þetta hefur verið kannað og þetta sé kannski ein birtingarmyndin á veðmálinu gegn krónunni.
mbl.is 115 milljarða erlend bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Júlí 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband