Myntkörfulán

Þessi svonefndu myntkörfulán eru að fara illa með marga. En eru þetta raunverulega lán í erlendri mynt eða eru þetta í raun krónulán með gengistryggingu? Mér þætti gaman að vita hvort þetta hefur verið kannað og þetta sé kannski ein birtingarmyndin á veðmálinu gegn krónunni.
mbl.is 115 milljarða erlend bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flettu í gegnum bloggið hans Marinó http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/ og þá getur þú verið viss um að þetta eru ólögleg lán og að framhaldið verður áhugavert.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 15:19

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef bíllinn er keyptur á Íslandi og verðlagður í krónum, þá er það krónulán með gengistryggingu, sem er ólöglegt skv. lögfræðilegu áliti Björns Þorra Viktorssonar hrl. og hefur hann undirbúið málsókn fyrir hönd hóps skuldara til að fá þetta staðfest fyrir dómi. Þetta sama álit hefur Gísli Tryggvason hdl., talsmaður neytenda látið í ljós einnig. Skv. eftirfarandi lagatexta er almennt heimilt að verðtryggja lán miðað við neysluvísitölu, en gengistrygging er hinsvegar hvergi heimiluð sérstaklega og í athugasemdum með frumvarpinu er skýrt tekið fram að heimild til þess falli þar með úr gildi.

Lög um vexti og verðtryggingu [úrdráttur]

... ... ...
VI. KAFLI
Verðtrygging sparifjár og lánsfjár.
... ... ...
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. ... ... ...
 
Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.
... ... ...
Um 13. og 14. gr.

Í 13. gr. frumvarpsins er fjallað um gildissvið kafla um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. 
Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður.

... ... ...

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.  ... ... ...

[Tilvitnun lýkur]

Guðmundur Ásgeirsson, 1.7.2009 kl. 15:45

3 identicon

Einkennilegt að lántakendur kvörtuðu ekki á meðan gengið var hátt, því að vextir á erlendu lánunum voru lágir, en um leið og krónan fellur þá kvarta þeir yfir ólöglegum lánum. Hin einfalda staðreynd var að þeir sem tóku þessi lán tóku þátt í áhættusömu veðmáli, sem á endanum gekk ekki upp. Það þarf nefnilega ekki mikinn snilling til að sjá að gengi íslensku krónunnar er óstöðugt og það var afskaplega hátt skráð fram á síðasta ár. Þess vegna voru þessi lán algert óráð þótt kjörin virtust vera hagstæð. Ef menn taka þátt í veðmálum verða þeir að taka tapinu á sama hátt og gróðanum, því miður!

HH (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Enda var það í fyrsta skipti sem fólk fætt eftir 1950 gat tekið lán sem var á eðlilegum kjörum meðan gengið var til friðs. Auðvitað mátti fólk segja sér það sjálft að svona myndi þetta ekki ganga til lengdar þegar litið er á hagsögu okkar Íslenginga.

Gísli Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 22:39

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

HH: Margir tóku nú bara þau lán sem bílasalinn bauð þeim upp á, voru ekkert mikið að velta fyrir sér hlutum eins og gengi gjaldmiðla eða vaxtastigi, heldur vildu bara fá bíl sem rúmaði fjölskylduna og kæmist frá A til B. Á lánasamningum myntkörfulána er reyndar oftast tekið fram að "lántakandi geri sér grein fyrir áhættunni af lántöku í erlendum gjaldmiðli" eða einhver svoleiðis varnarákvæði. En hinsvegar stendur hvergi á slíkum samningum að gengistrygging krónulána sé hreinlega ólögleg, ef svo hefði verið þá er ég viss um margir hefði hugsað sig tvisvar um áður en þeir skrifuðu undir.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2009 kl. 09:42

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Og þar að auki er ég ekkert viss um að annað en gengistryggð krónulán hafi verið í boði á vissu tímabili, þegar allir bankar og aðrar lánastofnanir voru á fullu í því að taka stöðu gegn krónunni.

Gísli Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 10:21

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæll Gísli...Fékkstu póstinn...eitthvað helv.klúður eins og oft hjá mér....Kveðja frá bílstjóranum góða..verst hvað sumir voru..

Halldór Jóhannsson, 2.7.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 669

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband