16.8.2008 | 20:53
Er þetta algengt?
Ætli þetta sé samskonar stykki og sonur minn sá falla af flugvélinni sem þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli þann 27. júlí síðastliðinn. Ég hef hvergi séð neitt um það að nokkur hlutur hafi losnað af þeirri vél. En þannig háttaði til í því tilfelli að við fjölskyldan vorum að aka eftir Reykjanesbraut og sonur okkar 17 ára segist hafa séð hlut falla frá flugvél sem var nýlega búin að taka á loft. Síðan nálgumst við Keflavík og sjáum þá flugvél koma inn til lendingar, en á þessum tíma dags er lítið um að vélar séu að koma til landsins. Skömmu síðar sjáum við á netinu að flugvél þurfti að koma til lendingar vegna bilunar í hreyfli, en ekki orð um að eitthvað hafi losnað af vélinni. Við hringdum reyndar og létum vita af þessu og talað var við son minn af aðila frá rannsóknarnefnd flugslysa.
![]() |
Fleki fór af í aðflugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 957
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar