Færsluflokkur: Bloggar

Einn var á undan ykkur

þessi var á undan Mogganum að klippa þetta saman:

https://www.facebook.com/gisliarni/posts/10155186715513018


Einn var á undan ykkur

Þessi var á undan Mogganum:

https://www.facebook.com/gisliarni/posts/10155186715513018


mbl.is Tækling Ragnars við undirleik Adolfs Inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga bandaríkjamenn flugskýlið?

Ein setning í fréttinni stakk í augun: ,,Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar seg­ir nefnd­ar­menn ekki hafa verið upp­lýsta um þau áform Banda­ríkja­hers að breyta flug­skýli sínu á Kefla­vík­ur­flug­velli áður en fjallað var um þau í fjöl­miðlum."

Ég man ekki betur en allar eignir á varnarsvæðinu hafi verið afhentar íslenska ríkinu við brotthvarf bandaríska hersins á sínum tíma. Þarna segir Hanna Birna að bandaríski herinn vilji breyta flugskýli ,,sínu". Voru einhverjir fyrirvarar á þessari afhendingu? Þetta er líklega flugskýli sem er búið að vera í nokkuð mikilli notkun undanfarin ár.


mbl.is Voru ekki upplýst um áformin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott umfjöllun

Þetta er flott umfjöllun um heitt mál. Minnir mann á beitta umfjöllun DV um lekamálið.


mbl.is „Ótilgreindir útlendingar“ sagðir eigendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mount Fuji

Í fréttinni er talað um Mount Fuji og Mount Ontake. Hvers vegna er ekki bara talað um Fuji fjall og Ontake fjall eins gert hefur verið í áratugi. Þetta eru örugglega ekki japönsku nöfnin á þessum fjöllum, heldur er þetta örugglega slök þýðing á fréttaskeytum skrifuðum á ensku.
mbl.is Gýs Fuji næst?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágflug

Ég tel nú afar litlar líkur á að þessar vélar séu að rjúfa hljóðmúrinn í lágflugi. Vissulega er ógnarhávaði frá þessum vélum, það höfum við Suðurnesjamenn upplifað áratugum saman, en þær þurfa ekki að vera á hljóðhraða til að gefa frá sér óþolandi hávaða.
mbl.is Loftið titrar af herþotugný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamennska

Er ekkert mál lengur að vera blaðamaður? Hendir maður bara textanum í Google translate og puðrar svo útkomunni í blaðið? Það mætti halda það miðað við þennan texta.  ,,Lögreglan í London telur að Saville hafi brotið gegn um 300 ungu fólki á ferli sínum". Reyndar er fréttin sett inn kl. 7:20 þannig að viðkomandi var kannski ekki vel vaknaður. Engin afsökun samt.
mbl.is Tók táninga með sér á spítalann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð minn góður, hvað næst?

Getur íslensk þjóð sokkið dýpra en þetta? Að hætta að fara í messu á undan þingsetningu, ég held að mönnum geti bara ekki verið sjálfrátt. Hvað næst? Ekki skylda að vera með hálstau í þingsal? Nú er það ekki skylda lengur? Ja hérna hér.
mbl.is Reyndu að fá hætt við guðsþjónustu við þingsetningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband