Færsluflokkur: Bloggar

Grannaslagur??????????

Hvernig er hægt að kalla þetta grannaslag? Hugsa að það sé styttra til Reykjavíkur en Bolungarvíkur frá Ólafsvík, þó ég hafi nú ekki mælt það. Samkvæmt því er það grannaslagur þegar Víkingur Ó og ÍR mætast.
mbl.is Víkingar upp fyrir BÍ/Bolungarvík með stæl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvernig standa svo málin?

Fyrir einhverjum mánuðum var skrifað undir samninga varðandi kísilverksmiðju í Helguvík og áttu framkvæmdir að hefjast í sumarbyrjun. Hins vegar bólar ekkert á neinum framkvæmdum og ekkert heyrist af útboðsmálum þeim tengdum. Ég ætla bara að vona að þetta sé ekki endurtekning á stálpípuverksmiðjumálinu sem átti að verða þvílík lyftistöng fyrir atvinnumálin fyrir áratug eða svo. Fyrir mér lítur þetta út sem nokkurs konar gulrót, þessi atvinnutækifæri eru alltaf rétt handan við hornið og fólki endalaust talin trú um að nú sé þetta allt að koma. Var ekki búið að ganga frá öllum málum varðandi gagnaverið á Ásbrú? Ekki verð ég var við að neitt sé að gerast þar. Eru þetta stjórnvöld sem halda þessu í klemmu eða eru þetta fjárfestarnir sem bara vilja ekki setja peningana sína í neitt hér á landi?
mbl.is „Fullt tilefni til að vera bjartsýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkur leikur!!!!!!

Þessi leikur í kvöld var sko fullorðins. Ég veit ekki hversu oft í leiknum ég var búinn að afskrifa mína menn, en þvílíkur vilji og orka sem menn búa yfir til að koma til baka og landa sigri. Ég hugsa að Hreggviður sé kominn með snert af ,,flashback", en hann gæti lent í því í annað sinn á sínum ferli að vera kominn í 2-0 á móti Keflavík og missa það í 2-3. En það er einn leikur eftir enn og það getur allt gerst, og reyndar í raun tilviljun hvoru megin sigurinn lendir þegar liðin eru eins jöfn og þau voru í kvöld. Áfram Keflavík.
mbl.is Aftur vann Keflavík eftir framlengingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hentistefna

Hafði þetta sama fólk eitthvað við það að athuga þegar Þráinn Bertelsson færði sig úr Hreyfingunni yfir til VG? Ég minnist þess ekki að kynntar hafi verið samþykktir hinna ýmsu stofnana VG í tilefni þeirra vistaskipta. En það er kannski allt annars eðlis.
mbl.is Rétt að Atli víki af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fair play

Ég má víst ekki segja það sem mér dettur í hug núna. Hörum það bara svona: GÞ
mbl.is Leikmenn slógust (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæft fólk á ritaraborði

Var einmitt á leik í DHL höllinni fyrr í vikunni, og þar komu ítrekað upp tilvik þar sem starfsmenn á ritaraborði gerðu mistök sem reyndar ágætir dómarar leiksins sáu, eða var bent á þannig að þeir gátu leiðrétt þau strax. Stig voru sett á rangt lið, skotklukka fór ekki í gang, leikklukkan gekk þegar leikur var stöðvaður. Svona á ekki að sjást á heimavelli eins af bestu liðum landsins. Mistökin í þeim leik breyttu engu um úrslit í leiknum en eru samt óþolandi.
mbl.is Ágúst ósáttur við framkvæmdina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Ég veit ekki alveg hvort ég á að þora að segja það sem mig langar að segja núna. En þannig er mál með vexti að ég þurfti að skreppa á Heilsugæsluna hér í Keflavík. Ekkert mál með það, hitti lækninn og fékk úrlausn minna mála og svona. En það sem stakk mig var að innan við afgreiðsluborðið voru taldist mér til einir 4 starfsmenn sem stóðu þar aðgerðar/verkefnalausir og spjölluðu saman. Þetta er ekki fyrsta skipti sem ég sé svona stöðu þarna og fólk sem ég hef sagt frá þessu taka undir með mér. Kannski hitti ég bara svona á að það sé akkúrat kaffitími starfsmanna þegar ég kem, en samt held ég að þetta sé ekki kaffistofan þeirra. Punkturinn sem ég er að benda á er sá að það er verið að tala um samdrátt og sparnað. Þarna sé ég ekki annað en hægt sé að spara einhverjar krónur. Það er alveg öruggt að væri svona staða uppi á mínum vinnustað yrði gripið til aðgerða til að spara peninga, enda strangt aðhald viðhaft í starfsmannahaldi. Ég bara varð að koma þessu frá mér, hafi einhver sem les þetta eitthvað við þetta að athuga, þá vil ég endilega fá svör og rökstuðning fyrir því ef þetta er tóm steypa sem ég er að fara með hér.

En hvað er hann breiður?

Snjórinn mældist 61 cm á hæð í Minnesota. Hvað skyldi hann hafa verið breiður? Þetta eru miklir ritsnillingar þarna á mbl.is
mbl.is Snjódýptin allt að 60 cm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaða-menn eða börn.

Að lesa þenna texta er slík hörmung, burt séð frá því hvort manni finnst stjórnvöld í Bandaríkjunum vera þess megnug að segja öðrum þjóðum til um það hverja megi taka af lífi á vegum stjórnvalda. Í fyrsta lagi hafa Bandaríkin áhyggjur um baráttumenn. Í öðru lagi er talað um stjórnvöld í Íran en svo er allt í einu talað um írösku ríkisstjórnina, en það er væntanlega ríkisstjórn Íraks. Það er bara hætt að vera fyndið hverslags bögubósar starfa þarna á gamla mogga.

Ef ég þekki moggamenn rétt verður búið að leiðrétta þenna hræðilega texta skömmu eftir að þetta er komið hér inn. Það er hálfskammarlegt að það skuli þurfa bloggararæfla úti í bæ til að prófarkalesa allan texta sem hér er framsettur.


mbl.is Bandaríkin skora á Írana að fresta aftökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska 101

Þessi setning er í frétt mbl.is:

„Mér finnst engu líkara en að það sé hreinlega verið að reyna stytta ræðutíma og gefa þingmönnum ekki kost á að tala í málum, víst að sífellt er verið að breyta dagskrá þingsins," sagði Vigdís.

 

Fólk er farið að nota þetta orð, víst, í stað fyrst. Getur einhver sagt mér hvernig það er tilkomið?


mbl.is Óbarnvænt Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband