Færsluflokkur: Bloggar

Auli eða rotta

Ég fékk það á tilfinninguna við að horfa á Kastljósið í kvöld, að annaðhvort væri Vilhjálmur hálfgerður auli eða Bjarni algjör rotta. Ég hallast að því fyrrnefnda. 
mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öryggismál á byggingarstað

Ég tók eftir því að blaðamaður sem talaði í fréttinni staddur uppi á efstu hæð turnsins á Smáratorgi var ekki með hjálm á höfðinu. Ég hélt bara að það væri algjört skilyrði fyrir því að fá að fara inn á slík framkvæmdasvæði að vera með allar þær persónuhlífar sem starfsmönnum er gert skylt að nota. Kannski smámunasemi en samt........
mbl.is Á efstu hæð á hæsta húsi landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétti andinn

Ég er fullkomlega meðvitaður um rétt FH-inga til að láta samning standa. En ég held að með þessari stífni hafi þeir séð svo til að bikarúrslitaleikurinn verður ekki svipur hjá sjón. En þetta tónar alveg við þeirra félagsanda, hvernig fóru þeir með Jónas Grana í fyrra? hann fékk ekkert að spila og þegar hann vildi fara frá þeim varð hann að fara til neðri deildarliðs svo hann fengi ekki að spila á móti þeim.
mbl.is Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftur á bak snúningur

Hverskonar   orðaleppar eru þetta eiginlega, krakkar í leikskóla hefðu líklega orðað þetta á þennan hátt. Það eru kannski leikskólakrakkar í starfskynningu á mbl.is???  Og þeir tóku myndir af hitaskjöldi flaugarinnar. Ég er búinn að segja þetta áður, það er alveg skelfilegt hvernig fréttir eru skrifaðar hér á mbl.is. Ég benti t.d. á það í gær að það ætti að tengja okkur með nýjum ljósleiðar við BNA, Írland, England, Amsterdam og meginland Evrópu. Og það besta við það var að RÚV át það beint héðan. 
mbl.is Endeavour leggur að alþjóðlegri geimstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltafréttir eða fréttaleysi

Ég verð að lýsa undrun minni og vanþóknun á fréttaflutningi mbl.is af gangi mála í leik Keflavíkur og Mydtjylland sem fram fór í gær. Í hálfleik sagði mbl að staðan væri 0-0 en í raun var staðan 0-1 Keflavík í vil. Þá var vf.is búið að segja frá því marki sem Baldur skoraði fyrir Keflavík en mbl.is sagði samt að staðan væri 0-0. Mér finnst að mbl.is sé bara að falla um mörg stig í gæðum á síðustu vikum og mánuðum, að maður tali nú ekki um ambögurnar í réttritun og orðavali.
mbl.is Keflavík féll naumlega úr UEFA bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn útileikur hjá Keflavík

Keflavík fær enn einn útileikinn í bikarnum. Síðasti heimaleikur Keflavíkur í Bikarkeppninni var þann 3. júlí 2002 en þá var leikið gegn ÍA U 23. Þetta er dálítið merkileg tilviljun en það hefur svo sem ekkert verið að há mínum mönnum, tvisvar orðið bikarmeistarar á þessu tímabili.
mbl.is Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Breiðabliki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvurs lags er þetta???

Samkvæmt kenningu ónefnds laganema sem hefur aðeins verið að tjá sig hélt ég að það væru bara Keflvíkingar sem lemdu mann og annan. Þeir hafa kannski ekkert farið heim eftir leikinn góða. En fari þeir að lemja Skagamenn þá bíta þeir bara frá sér.

mbl.is Mikið um ólæti og ryskingar á Akranesi í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of lítið of seint.

Skagamenn hefðu verið menn að meiri ef þeir hefðu einfaldlega hleypt Keflvíkingum fram völlinn og leyft þeim að skora og kvitta fyrir þetta ,,slys" svona rétt eins og Ajax gerði í hollenska boltanum að ég held nú í vetur. En það var ekki í bókum Guðjóns Þórðarsonar og því fór sem fór. Ég er alls ekki að bera í bætifláka fyrir hegðun einstakra leikmanna Keflavíkur í kjölfarið.
mbl.is Yfirlýsing frá ÍA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband