Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Dómarar gera mistök

Svona er boltinn, Garðar gerir stór mistök sem bitna á Valsmönnum. Keflavík lék gegn Val snemma sumars, þá átti leikmaður Vals ljóta sólatæklingu í hnéhæð og hlaut að launum gult en hefði verðskuldað rautt. Svona hagnast lið og tapa á víxl á mistökum dómara.
mbl.is Haukur Páll: Sólatækling í hnéhæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarlinn og vítin.

Jarlinn er ekki að dæma vítin þessa dagana. Reyndi það reyndar í Keflavík um daginn en aðstoðardómarinn kom vitinu fyrir hann.
mbl.is Valur tók stigin þrjú í slagveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór styrkir stöðu sína en Kef og Breiðablik í fallhættu

Þetta eru fyrirsagnir á mbl.is í kvöld eftir leiki dagsins. Þessi 3 lið eru jöfn með 21 stig en Keflavík með skástu markatöluna en Þór þá lökustu. Samt var Þór að styrkja stöðu sína en hin 2 eru fallhættu. Held að þau séu öll í fallhættu, en mesta hættan er samt hjá Fram eins og verið hefur í allt sumar.


mbl.is Þórsarar styrktu stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt

Var á leiknum í kvöld, og þvílíkt og annað eins!!  Verði ekki bragarbót á verðum við í botnbaráttu í haust. Það er engin miðja, enginn sem vill fá boltann í fætur heldur er boltanum þrumað út úr vörninni fram völlinnn og vonast til þess að samherji nái honum.  Ég held að það þurfi hugarfarsbreytingu víðar en hjá KSÍ þessa dagana.


mbl.is Valsmenn komnir í annað sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómgæslan

Í aðdraganda ætlaðs brots Keflvíkingsins tel ég að brotið hafi verið á Ómari markmanni, en Garðar stökk inn í hann þar sem hann var að reyna að komast í boltann eftir hornspyrnu. Þetta gerðist inni í markteignum sem oft er sagður heilagur reitur markmanns, hversu gáfulegt sem mönnum þykir það. Hefði dómarinn dæmt rétt hefði aldrei komið til að þyrfti að deila um þetta brot. Svona er endalaust hægt að ræða blessaða dómgæsluna, og ekki höfum við Keflvíkingar farið varhluta af ósanngjarnri dómgæslu. Og eitt úr þessum leik, vinstri bakvörðurinn okkar fékk sko enga vernd hjá dómara þessa leiks, sama hvernig var hnoðast í honum, ekkert dæmt.
mbl.is Halldór Orri: Kiddi hjálpaði okkur ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sætt

Sætur sigur í baráttuleik. Lentum tvisvar undir í leiknum, hættum ekki og árangurinn tveggja marka sigur. Stjörnumenn vildu vítaspyrnu og höfðu kannski eitthvað til síns máls. En dómarinn dæmir og dæmdi ekki, og við það fannst mér Stjörnumenn brotna og eftirleikurinn auðveldari en maður hefði haldið, með flottri innkomu Magga Þ og Jóhanns Birnis.


mbl.is Jóhann kom inná og tryggði Keflavík sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki leiðinlegt

Það var ekki leiðinlegt að eyðileggja meistaradrauma Vestmannaeyinga. Verst að Tryggvi var ekki með til að fá fagnið sitt í andlitið eftir líklega 3 markið okkar. Held að mínir menn hafi verið að spila sinn besta leik á þessu sumri, enda flestir okkar lykilmenn heilir sem ekki hefur verið raunin í sumar. Nú er bara að byggja ofan á það sem við sáum í dag og nýta þessa ungu stráka sem eru að koma upp úr yngri flokka starfinu okkar. Arnór Ingvi á sínu fyrsta ári í 2. flokki, Bojan verið að fá nokkrar mínútur í sumar, og þeir skora báðir í þessum leik. Áfram Keflavík, alltaf.
mbl.is Keflavík gerði út um vonir Eyjamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr þjálfari 2011, mín spá

Ég spái því að ef Kristján Guðmundsson nær góðum árangri með HB í Færeyjum verði hann næsti þjálfari KRinga og örugglega tekur hann Simun Samuelsson með sér í Vesturbæinn. Munið bara hvar þið lásuð þetta fyrst.
mbl.is Loga sagt upp hjá KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spjaldaglaður Jarl

Það er aldeilis að Gunnar Jarl er spjaldaglaður í kvöld. Hlýtur að vera verðskuldað þó Vestmannaeyingnum sem er að lýsa á fotbolti.net finnist sumt af þeim frekar soft. þegar þetta er skrifað eru líklega 10 mínútur eftir og komin 7 gul.
mbl.is Eiður tryggði ÍBV sigur á Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður sigur

Þetta var virkilega kærkominn sigur, eftir dálítið skrölt undanfarið. Toppsætið okkar eins og er. Svo er það FH á sunnudaginn 4. júlí. FHingar særðir eftir útreið á móti frískum Stjörnumönnum. Ekki skemmir fyrir að leikurinn á sunnudaginn er vígsluleikur á nýju grasi á vellinum okkar sem mér sýnist lofa góðu. Þó ég sé ekki grasafræðingur sýnist mér völlurinn vera flottur og grasið hefur sprottið vel í þessu flotta sumri sem hér hefur verið. Áfram Keflavík.
mbl.is Keflavík á toppinn eftir sigur á Val
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband