22.1.2008 | 17:54
Klassamunur
Við verðum bara að sætta okkur við það að vera hreinlega klassa fyrir neðan þessi bestu lið á EM. Þetta eru allt stærri, sterkari og bara betur spilandi lið sem við erum að eiga við. Ég sá leikinn á móti Þjóðverjum í dag og þeir eru bara eins og vel smurð vél, þeir gátu hent boltanum nánast blindandi, maðurinn var bara mættur á sinn stað. Þegar við vorum aðeins að stríða þeim og vorum búnir að minnka þetta niður í 3 mörk þá virtust Þjóðverjarnir bæta við og labba yfir okkur. Ég er ekkert að gera lítið úr okkar mönnum, það er bara verið að gera allt of miklar væntingar til þeirra hvort sem þeir eru að því sjálfir eða fjölmiðlarnir og þjóðin í sameiningu. Nú sit ég og horfi á Frakka og Spánverja spila, þetta er bara handbolti á allt öðru plani en við ráðum við.
![]() |
EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. janúar 2008
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar