29.5.2011 | 14:55
Og hvernig standa svo málin?
Fyrir einhverjum mánuðum var skrifað undir samninga varðandi kísilverksmiðju í Helguvík og áttu framkvæmdir að hefjast í sumarbyrjun. Hins vegar bólar ekkert á neinum framkvæmdum og ekkert heyrist af útboðsmálum þeim tengdum. Ég ætla bara að vona að þetta sé ekki endurtekning á stálpípuverksmiðjumálinu sem átti að verða þvílík lyftistöng fyrir atvinnumálin fyrir áratug eða svo. Fyrir mér lítur þetta út sem nokkurs konar gulrót, þessi atvinnutækifæri eru alltaf rétt handan við hornið og fólki endalaust talin trú um að nú sé þetta allt að koma. Var ekki búið að ganga frá öllum málum varðandi gagnaverið á Ásbrú? Ekki verð ég var við að neitt sé að gerast þar. Eru þetta stjórnvöld sem halda þessu í klemmu eða eru þetta fjárfestarnir sem bara vilja ekki setja peningana sína í neitt hér á landi?
Fullt tilefni til að vera bjartsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er víst alltaf handan við hornið...en sennilega er ekkert horn á því...þaraf leiðandi verður ekkert af þessu nema gasprið eina:(
Halldór Jóhannsson, 29.5.2011 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.