Nagladekk og svifryksmengun

Samkvæmt fréttum í dag er talið að annað hvert dekk i umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sé neglt. Til hvers í fj....? Eru ekki götur auðar 80 - 9% af tímanum? Og það að tugir þúsunda fara um götur borgarinnar og tætandi upp malbikið getur ekki annað en skapað þessa mengun sem hangir yfir borginni við þessar veður aðstæður sem nú eru. Nú orðið bjóðast ýmsir kostir í vetrardekkjum svo sem harðkorna-, loftbólu- og eitthvað sem mig minnir að sé kallað valhnetuskeljabrotadekk. Ég hef búið bæði á Suðurlandi og Norðurlandi og mín reynsla er sú að það sé algjör óþarfi að nota negld nekk. Ég bjó um nokkurra ára bil á Norðausturlandi og þvældist oft á vetri hverjum suður yfir heiðar í allskonar veðrum og færi. Ég verð bara að segja það að loftbóludekkin dugðu mér bara mjög vel. Ég held nefnilega að þetta sé mest í hausnum á manni, maður keyrir bara eftir aðstæðum og reynir að keyra bara þannig að maður ráði við þær aðstæður sem eru hverju sinni. Oft hefur verið talað um að nagladekk veiti mönnum falska öryggiskennd og er ég alls ekki frá því að svo sé. Ég spái því að innan 10 - 15 ára verði búið að banna negld dekk hér á Íslandi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband