Fótboltasumar

Þá er boltinn farinn að rúlla þetta sumarið. Ég skrapp á leik í vesturbæ Reykjavíkur og sá mína menn vinna góðan sigur á frekar hugmyndasnauðu liði KRinga. Þeir voru að vísu stórhættulegir fyrstu 15 - 20 mínúturnar en síðan varla söguna meir. Dauðafærin 2 sem fóru forgörðum hjá þeim eru svona dæmigerð fyrir lið sem hefur ekki fulla trú á því sem það er að gera. Síðan fóru mínir menn að spila boltanum og fá meiri trú á það sem þeir voru að gera, sem síðan gaf okkur víti sem reyndar er búið að rífast heilmikið um, en eftir að hafa séð þetta í sjónvarpi var náttúrulega enginn vafi um að Egill Már dæmdi rétt. Þegar við vorum komnir með forystu var eiginlega aldrei spurning hvernig þetta færi. KRingar duttu í það að dæla háum boltum fram á Björgólf sem átti aldrei séns í neinn bolta, enda er hann leikmaður sem vill fá boltann í fæturna. Mark númer 2 frá Keflavík var bara tær snilld eftir góða rispu upp hægri kantinn frá frá finnska Svíanum okkar og góða fyrirgjöf beint á Færeyinginn Simun Samuelsson, Norræn samvinna í topp klassa. Smile 2 - 0

En á morgun fáum við FHinga í heimsókn og er líklegt að sá leikur verði mikil prófraun fyrir lið Keflavíkur. Með alla sína skæðu sóknarmenn eru þeir til alls líklegir en eins og kom í ljós um síðustu helgi uppi á Skaga er vel hægt að skora hjá þeim og hverjir eru líklegri til að ná að skora mörk en Keflvíkingar. Áfram Keflavík, ég verð með ykkur í huganum en verð víst að sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband