23.4.2008 | 09:16
Ábyrgðarleysi
Mér finnst þessir menn sýna algjört ábyrgðarleysi. Ef slys verður austan við lokunina hvernig ætla þessir menn að réttlæta það að sjúkra og tækjabílar komast ekki á staðinn? Að sjálfsögðu færa þeir sig ef björgunarmenn þurfa að komast framhjá en það getur tekið dýrmætar mínútur að greiða úr flækjunni sem myndast við svona aðgerðir. Ég segi fyrir mig að þessir menn eiga ekki mína samúð. Veit einhver hverju þeir eru að mótmæla? Er það olíuverðið eða vökulögin. Olíuverðið er ekki á valdi okkar Íslendinga að stjórna en vökulögin ætti auðvitað að vera hægt að lagfæra með reglugerðarbreytingum, skítt með Brussel.
Bílstjórar taka hvíldartíma" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Víst geta Íslendingar haft áhrif á olíuverðið, annaðhvort ríkisstjórnin með lækkuðum sköttum á olíu eða mafíósarnir sjálfir olíufélögin með því að bremsa af endalausar hækkanir, þeir hljóta að eiga sjóði til þess.
Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 09:29
Nafni, hvernig á ríkisstjórnin að gera það? Lækka VSK og hækka hann svo aftur þegar heimsmarkaðsverðið lækkar, ef það lækkar? Ég bara spyr. Við þurfum bara að fara að búa okkur undir það að á næstu áratugum er olían þverrandi í heiminum og verður þar af leiðandi dýr. Ég þekki nú ekki álagningu olíufélaganna en maður hafði svona ákveðnar vonir um að Atlandsolía væri raunhæfur samkeppniskostur á markaðnum en ég held að það hafi verið falsvonir, mér sýnist þeir vera komnir á kaf í ,,samráðið".
Gísli Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 09:41
Leiðin er greið um Mosfellsbæ, framhjá Hafravatni og að Nesjavallaafleggjaranum. Hvað er eiginlega vandamálið í stöðunni ?
B Ewing, 23.4.2008 kl. 09:42
B Ewing, er það ekki dálítið mikill krókur og myndi tefja þegar hver mínúta er dýrmæt, það þætti þér örugglega ef þú biðir slasaður fastur í bíl uppi á Sandskeiði.
Gísli Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 09:46
Það er svo merkilegt á Íslandi, að þegar ég væli yfir því að allt sé ómögulegt, þá er mér iðulega sagt að "hætta að væla og gera eitthvað". Svo loksins þegar aðeins örfáir menn taka sig til og bjóða kerfinu byrginn, þá er það svo ábyrgðarlaust og hræðilegt.
Ef það verður slys skulum við tala um það. Þangað til, geta yfirvöld drullast til að hugsa aðeins út í það sem þeir eru að biðja um.
Og by the way, þú ert fyrsti maðurinn sem ég tek eftir, sem virðist ekki vita að þeir eru að mótmæla hvoru tveggja eldsneytisálagningu og þessum gjörsamlega fáránlegu, ósiðlegu, óraunhæfu og jafnvel hreinlega heimskulegu hvíldartímareglum.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 10:20
Mennirnir eru að berjast fyrir sinni vinnu... og hafa fullan rétt á því. Afskaplega þægilegt að geta setið heima fyrir framan tölvuna og vælt yfir því að ekki sé rétt að þessu staðið.
Þeir reyndu að fara að tilmælum lögreglunnar en nú er svo komið að bílstjórar hafa misst alla trú á lögreglunni og taka þvítil eigin aðgerða. Við hverju var að búast?!
Ég styð þessa menn 100% og vona að þeir muni gera hið sama ef ég þarf einhverntíman að berjast fyrir starfi mínu!
Margeir Örn Óskarsson, 23.4.2008 kl. 10:24
Helgi, þegar þeir byrjuðu að mótmæla þá var það eingöngu eldsneytisverðið en svo smám saman kom hitt inn í pakkann, þ.e. vökulögin sem ég er sammála að ætti að stroka yfir eins og ég kom inn á í fyrstu færslunni.
Gísli Sigurðsson, 23.4.2008 kl. 10:24
Það er nú einusinni þannig að ef slys ber að þá vita lögregluþjónarnir af því á svæðinu. Ég hef séð þetta gerast, kom að slysi sem lokaði veginum og annað slys lengra, lögregluþjónarnir höfðu alveg nokkrar mínótur til þess að hreinsa frá og búa til leið áður en sjúkrabíllinn kom í gegn. það er nú 21. öldin og fjarskipti eru alveg í myndinni :)
steini ego (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 11:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.