Ættarmót

Þá erum við komin heim af ættarmóti. Við systkinin hittumst við Apavatn um helgina eins og einhver líklega 12 - 14 síðustu ár. Þá höfum við hist þessa síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi og gert okkur glaðan dag. Síðustu árin höfum við grillað heilan lambskrokk og 2 - 4 læri að auki. Að sjálfsögðu mætum við systkinin ekki ein heldur okkar makar og börn og aðrir afkomendur líka. Áður en við fórum að hittast við Apavatn höfðum við farið misjafnlega mörg saman í útilegu eitthvert hér á suðvestur horninu. Núna um helgina mættu líklega rúmlega 40 manns og ef að líkum lætur á þessi samkoma okkar aðeins eftir að stækka. Það leit alls ekki nógu vel út með veður framan af vikunni en það rættist úr veðrinu þegar á staðinn var komið. Það rigndi aðeins á föstudagskvöldi og aðfaranótt laugardags hellirigndi en síðan var bara blíða og ekki laust við að maður fengi á sig smá lit. Um helgina voru líka mærudagar á Húsavík og það kom kannski allt eins til greina að skreppa þangað en úr varð að við tókum Apavatn frekar, en sjálfsagt kemur að því að við veljum mærudaga sem líklega verða hér eftir um sömu helgi og okkar samkoma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Gísli,

Takk fyrir síðast, það gekk aldeilis vel ættarmótið okkar. En að öðru ég er alveg hissa á Húsvíkingum að vera ekki með mærudagana um Verslunarmannahelgina.

Kveðja Sigurlaug 

Sigurlaug Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband