21.9.2008 | 22:03
Svekkelsi
Þetta var ansi svekkjandi endir á annars frábærum leik. En nú helst spennan alveg fram í síðustu umferð, að öllum líkindum. Ég hef enga trú á að Blikum takist að stríða FHingum í leiknum sem fram fer nú í vikunni. Þeir eru í tómu bulli þessa dagana, töpuðu reyndar fyrir frábærum Keflvíkingum um daginn og síðan fyrir Fylki í dag. Þeir eru þar með búnir að klúðra tímabilinu hjá sér. En það gæti svo sem hjálpað þeim í leiknum við FH að það er engin pressa á þeim þannig að þeir gætu svo sem alveg náð sínum leik eins og þeir geta best spilað, því þeir eru með fanta gott lið og geta spilað fjári skemmtilegan leik. En annars þurfum við bara að spila okkar leik á laugardaginn kemur og þá er titillinn okkar. Áfram Keflavík
![]() |
FH - Keflavík, 3:2 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi ná þeir að vinna Fram, en það er ekki víst því Frammarar hafa vaknað í síðustu leikjum vertíðarinnar undanfarin ár og eru nú vaknaðir. Það getur því orðið erfiður leikur, enda unnu þeir FH stórt um daginn og náðu líka að vinna Val.
Ráðhildur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.