Ánægður með dómgæsluna!!

Ég ætla að byrja á því að taka það fram að það var ekki dómaranum að kenna að Keflvíkingar urðu ekki Íslandsmeistarar í dag. Það var bara einbeitingarskortur og skortur á skynsemi og grimmd. En það var einn krítískur dómur í leiknum sem hefði auðveldlega getað gert það að verkum að við hefðum náð að klára þetta með sóma. Þegar Simun tekur skot og Hannes ver og Simun nær boltanum aftur og kemur honum framhjá Hannesi en Hannes grípur þá um fót Simuns þannig að hann fellur. Í stað þess að dæma vítaspyrnu þá spjaldar Jóhannes dómari Simun fyrir leikaraskap. Þvílík þvæla. Ég hef enga trú á að sú staðreynd að þjálfari Framara og dómarinn eru frá sama kaupstaðnum á Norðurlandi hafi haft eitthvað með þetta að gera. En ef þið skoðið myndband sem er á vf.is sést að þetta var klárlega rangur dómur og sú staðreynd að Jóhannes var í mjög góðri aðstöðu til að sjá þetta. En að lokum óska ég FHingum til hamingju með titilinn. Ekki orð um það meir.
mbl.is Þorvaldur: Hálf súrealískur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Oft má satt kurt liggja!!!!/við unnum framarar/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.9.2008 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 839

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband