Fótbolti

Nú er kominn sunnudagur og réttur sólarhringur síðan við klúðruðum því að landa okkar fyrsta Íslandsmeistaratitli í 35 ár. Á þessum sólarhring hélt ég að sárindin yrðu horfin, en það er ekki alveg svo. Þau hafa kannski dofnað en þau eru ekki horfin. Ég sagði við Gísla Árna sem var nánast niðurbrotinn eftir leikinn að ég væri nú búinn að bíða lengur en hann. Ég fékk stutt svar um hæl: En þú hefur upplifað það að vinna titil. Við vorum svo ótrúlega nálægt því, og bara fyrir viku vorum við 4 mínútur frá því að landa titlinum. En á einni viku rann þetta bara frá okkur á einhvern ótrúlegan hátt. Í dag var ég að heyra þær fréttir að Kristján Guðmundsson væri að fara að taka við Fylki. Ég neita bara að trúa því, en heimildamaður minn fyrir þessu hefur reyndar alveg ótrúleg sambönd og ég er skíthræddur um að hann hafi eitthvað til síns máls.Reyndar er það stundum þannig að þjálfari kemst ekki nema svo og svo langt með tiltekinn mannskap. En ég held að Kristján sé ekki kominn á leiðarenda með sína stráka í Keflavík. Sé hann að fara að taka við Fylki þá held ég að hann sé að fara illa með sinn þjálfaraferil. Niðurstaða: Hann er ekki að fara fet. Áfram Keflavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála þetta var rosalega svekkjandi.  En ég var nokkuð viss un að þetta færi svona því þegar þeir voru búnir að skora markið þá lögðust þeir í vörn og það gengur ekki þegar svona stutt er liðið á leik.  Þeir gera bara betur næst.

Ráðhildur (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 724

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband