27.3.2009 | 22:26
Alvöru körfuboltaleikur
Þetta er alvöruíþrótt. Að horfa á svona leik er engu líkt. Þó ég hafi nú bara verið heima og fylgst með á ,,stattinu" þá var það eiginlega alveg nógu spennandi. Bara helv... sárt að ná ekki í einn leik enn eins og við vorum nálægt því. En ætli einhver hafi tekið eftir því að Hörður Axel spilaði hverja einustu mínútu í leiknum, 60 mínútur gott fólk, geri aðrir betur. En til hamingju KR ingar með frábært lið, sem reyndar hefur ekkert unnið enn sem komið er, þ.e. engan titil.
KR sigraði eftir fjórar framlengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þeir unnu víst deildina og aumingja bikarinn...
þeir meiga eiga þá, Grindavík tekur þann stóra!
Þórður Helgi Þórðarson, 27.3.2009 kl. 22:35
Ok, 2 titlar í húsi, en þeir glopruðu bikarnum til Stjörnunnar, sem er nú ekki merkilegt lið, Teitur reyndar náði að hrista þá saman í þeim leik og koma þeim í úrslitakeppnina.
Gísli Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 22:43
Sæll Gísli, þetta var svakalegur leikur! Við pabbi fórum á leikinn og ég er eiginlega en í sjokki. Ég held að pabbi sofi ekkert fyrr en á mánudaginn. Það verður ekki spilaður annar eins leikur næstu árin, maður getur eiginlega hætt að horfa á körfu núna og verið sáttur við að hafa séð leik allra tíma.
kveðja,
Brynjar
brynjar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.