27.3.2009 | 22:26
Alvöru körfuboltaleikur
Þetta er alvöruíþrótt. Að horfa á svona leik er engu líkt. Þó ég hafi nú bara verið heima og fylgst með á ,,stattinu" þá var það eiginlega alveg nógu spennandi. Bara helv... sárt að ná ekki í einn leik enn eins og við vorum nálægt því. En ætli einhver hafi tekið eftir því að Hörður Axel spilaði hverja einustu mínútu í leiknum, 60 mínútur gott fólk, geri aðrir betur. En til hamingju KR ingar með frábært lið, sem reyndar hefur ekkert unnið enn sem komið er, þ.e. engan titil.
![]() |
KR sigraði eftir fjórar framlengingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þeir unnu víst deildina og aumingja bikarinn...
þeir meiga eiga þá, Grindavík tekur þann stóra!
Þórður Helgi Þórðarson, 27.3.2009 kl. 22:35
Ok, 2 titlar í húsi, en þeir glopruðu bikarnum til Stjörnunnar, sem er nú ekki merkilegt lið, Teitur reyndar náði að hrista þá saman í þeim leik og koma þeim í úrslitakeppnina.
Gísli Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 22:43
Sæll Gísli, þetta var svakalegur leikur! Við pabbi fórum á leikinn og ég er eiginlega en í sjokki. Ég held að pabbi sofi ekkert fyrr en á mánudaginn. Það verður ekki spilaður annar eins leikur næstu árin, maður getur eiginlega hætt að horfa á körfu núna og verið sáttur við að hafa séð leik allra tíma.
kveðja,
Brynjar
brynjar (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.