3.12.2009 | 14:36
Gangadeildir
Það eru ekki mörg ár síðan sýndar voru myndir af yfirfullum legudeildum á Landspítala og þar voru sjúklingar látnir hýrast í rúmum frammi á göngum fyrir allra augum. Eins slæmt og það er að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi, sem ég persónulega sem betur fer hef ekki reynslu af nema sem aðstandandi, þá hlýtur það að vera hálfu verra að vera liggjandi á göngum sjúkrahúss. En ef það vantaði legurými fyrir nokkrum mánuðum, hvernig er þá hægt að fækka þeim núna? Ég er bara svo einfaldur að ég skil það ekki.
![]() |
Legurúmum fækkað á Landspítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 883
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.