Rækjan og Húsavík

Ef svo færi að rækjan finndist á ný í veiðanlegu magni er búið að búa svo um hnútana að tæplega verður farið af stað með rækjuvinnslu á Húsavík á nýjan leik. Ef ég man rétt var gengið þannig frá málum að þeir Samherjamenn eignuðust rækjuvinnsluna þar og þeir komu og hreinsuðu allt út úr húsinu sem hægt yrði að nota til rækjuvinnslu.  Sjálfsagt deilir fólk á Húsavík/Norðurþingi um það hverjum er um að kenna en útgerðarsagan þar og hnignun útgerðar á síðustu áratugum er ein sorgarsaga. Ekki að ég hafi svo mikið vit á þeirri sögu en þann stutta tíma sem ég bjó á Húsavík komst ég ekki hjá því að heyra það hvernig bæjarstjórnarmenn sitjandi í meirihluta og fyrrverandi meirihlutamenn kenndu hverjir öðrum um hver bæri sökina á því hvernig komið væri fyrir óskabarni bæjarins Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
mbl.is Rækja unnin á ný á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn,

Ég rakst á þessa færslu þína gegnum mbl.is og varð bara að benda þér á að það er ennþá fiskvinnsla á Húsavík.  Vísir hf. eignaðist meirihluta í FH árið 2002 og síðan þá hefur verið unnið stanslaust í húsinu, ef frá er talið 5 mánaða stopp í fyrra vegna hráefnisskorts.  Síðustu misseri hefur mest verið unnin ýsa.  Fyrir okkar parta hefur fiskvinnslan á staðnum ekki verið sorgarsaga síðust ár :)

Erla Ósk (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Sæl Erla, ég var reyndar að benda á útgerðarsöguna en ekki sögu fiskverkunar. Ég veit mæta vel að Vísir er með fiskvinnslu og stendur ljómandi vel að henni þrátt fyrir þetta 5 mánaða stopp sem þú bendir á. En eins og þú veist þá tók Íshaf hf við rækjuhluta FH og ef ég man rétt var sveitarfélagið ráðandi hluthafi þar. Söguna þaðan þekkjum við og þar komu Samherjamenn að og hreinsuðu rækjuvinnsluna út úr húsinu. Er þetta ekki nokkurn veginn rétt hjá mér.

Það væri sjálfsagt verðugt verkefni fyrir sagnfræðinema að skrifa ritgerð um þessa sögu og jafnvel fleiri hluta atvinnusögu Húsavíkur og hvernig heimamenn hafa misst forræði yfir fyrirtækjum sínum, sbr. matvöruverslanirnar. 

Gísli Sigurðsson, 19.2.2009 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 646

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband