Færsluflokkur: Bloggar

Skallagrímur í 4. sæti

Ég held reyndar að Skallagrímur sé í 4. sæti  með 18 eins og Njarðvík en ofar en þeir vegna innbyrðis viðureignar, en Skallarnir unnu þá í Borgarnesi.
mbl.is Skallagrímur lagði ÍR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sök bítur sekan

Ég tek það fram að ég er ekki að hlakka yfir þessum fréttum sem nú berast af Skaganum. En ég man það langt aftur að þegar Miðnes í Sandgerði sameinaðist HB var Sandgerðingum lofað að allt yrði óbreytt þar. En blekið var varla þornað á samningum þegar nánast allri starfsemi var hætt í Sandgerði. Síðan sameinast Grandi og HB og sjálfsagt voru svipuð loforð látin falla. En nú er komið að því óumflýjanlega, hagræðing kvótabrasksins kallar á lokun vinnslu á Skaganum.
mbl.is Segja bæjarbúa lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmál? Leyf mér að hugsa, Nei

Hvaða fj... erindi á þetta mál inn á Alþingi? Þó ég sé í fyrsta lagi ekki Reykvíkingur og í öðru lagi ekki stuðningsmaður þessa umróts í borgarmálum, þá sé ég enga ástæðu til að draga þetta fram á Alþingi. Ég held í raun að þetta sé persónulegur harmleikur ákveðins borgarfulltrúa og það séu ekki öll kurl komin til grafar. Var eitthvað rætt um hið sorglega mál sveitastjórans í Grímsey þegar það kom upp? Ég veit að það er öðruvísi vaxið en það snerti íbúa Grímesyjar ekki síður en þetta mál Reykvíkinga.
mbl.is Sjálfstæðismenn gagnrýndir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klassamunur

Við verðum bara að sætta okkur við það að vera hreinlega klassa fyrir neðan þessi bestu lið á EM. Þetta eru allt stærri, sterkari og bara betur spilandi lið sem við erum að eiga við. Ég sá leikinn á móti Þjóðverjum í dag og þeir eru bara eins og vel smurð vél, þeir gátu hent boltanum nánast blindandi, maðurinn var bara mættur á sinn stað. Þegar við vorum aðeins að stríða þeim og vorum búnir að minnka þetta niður í 3 mörk þá virtust Þjóðverjarnir bæta við og labba yfir okkur. Ég er ekkert að gera lítið úr okkar mönnum, það er bara verið að gera allt of miklar væntingar til þeirra hvort sem þeir eru að því sjálfir eða fjölmiðlarnir og þjóðin í sameiningu. Nú sit ég og horfi á Frakka og Spánverja spila, þetta er bara handbolti á allt öðru plani en við ráðum við.
mbl.is EM: Átta marka tap gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamla grýla er ekki dauð

Svíagrýlan er sko ekki dauð, hún sofnaði kannski um tíma en hún var sko glaðvakandi í kvöld og flengdi strákan okkar duglega. Það var eins og strákarnir hefðu ekki trú á verkefninu og þessi markmaður hreinlega át þá. En það kemur dagur eftir þennan dag og þeir hafa svo sem áður rifið sig upp og náð góðum úrstlitum.
mbl.is Svíar sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og allir glaðir

Mikið var að við fengum að vita það. Maður var nú alveg að fara á límingunum yfir þessu.
mbl.is Embættisveitingar innan marka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðisást Bush

Það er gott til þess að vita að George W Bush styður vini sína í Saudi Arabíu til góðra verka. Þar sem lýðræðið blómstrar sem aldrei fyrr. Hvernig er hægt að vera svona klofinn persónuleiki eins og þessi forseta dula. Ryðst inn í lönd með sprengjuregni til að bjarga lýðræðinu og selur svo næsta einræðisherra hátæknivopn af flottustu gerð.
mbl.is Umfangsmikil vopnasala til Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferdinand

Það er ekki ónýtt að eiga svona varnarmann sem skorar reglulega fyrir okkur. Hann var meira að segja einu sinni dæmdur rangstæður í leiknum í dag.Wink
mbl.is Ferguson skammaðist í hálfleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meistarabragur

Ég náði að horfa aðeins fram í seinni hálfleik og þegar ég yfirgaf skjáinn var staðan 2 - 0. En það var ekki nógu gott að missa af því sem eftir kom. Reyndar 1 mark gefið og 1 mark tekið af Newcastle. En á móti má segja að það hefði enginn getað kvartað þó við hefðum fengið 2 víti í fyrri hálfleik, en það er bara þannig að Ronaldo fær ekki víti vegna þess hvernig hann hagaði sér þegar hann kom inn í enska boltann. En sjáið bara markatöluna 44 - 11, flest mörk skoruð og fæst á sig fengin, snilld. En það er löng leið eftir samt.
mbl.is Sex mörk og Man.Utd á toppnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri eignast syni.

Ég eignaðist 4 syni á síðustu öld, sá það aldrei í Mogganum. En til hamingju með soninn.
mbl.is Ólöf Arnalds eignaðist son í upphafi árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband