Kyndillinn

Þetta er nú bara næstum því fyndið, Björgunarsveitin Kyndill er kölluð til að slökkva eld í gróðri.
mbl.is Búið að slökkva í mosabruna við veginn að Skaftártungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúðarkveðjur

Ég vil senda fjölskyldu Ástu Lovísu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Ég var sjálfur í þeim sporum fyrir rúmu ári síðan að sonur minn Sigurður þá 27 ára gamall lést eftir tæplega 2 ára baráttu við krabbamein. Það getur enginn ímyndað sér þá líðan að þurfa að horfa á eftir barninu sínu, því þau eru alltaf börnin manns þó komin séu á fullorðinsaldur. Á þeim tíma sem hann var að berjast við sitt mein hélt ég úti bloggsíðu og reyndi að segja frá framvindu mála. Mér fannst það hjálpa mér og mínum að skrifa um líðan okkar. Fyrir þá sem áhuga hafa er slóðin á þessa blogsíðu: blog.central.is/gislisigs

En enn og aftur mínar dýpstu samúðarkveðjur til aðstandenda Ástu Lovísu. 


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fótboltasumar

Þá er boltinn farinn að rúlla þetta sumarið. Ég skrapp á leik í vesturbæ Reykjavíkur og sá mína menn vinna góðan sigur á frekar hugmyndasnauðu liði KRinga. Þeir voru að vísu stórhættulegir fyrstu 15 - 20 mínúturnar en síðan varla söguna meir. Dauðafærin 2 sem fóru forgörðum hjá þeim eru svona dæmigerð fyrir lið sem hefur ekki fulla trú á því sem það er að gera. Síðan fóru mínir menn að spila boltanum og fá meiri trú á það sem þeir voru að gera, sem síðan gaf okkur víti sem reyndar er búið að rífast heilmikið um, en eftir að hafa séð þetta í sjónvarpi var náttúrulega enginn vafi um að Egill Már dæmdi rétt. Þegar við vorum komnir með forystu var eiginlega aldrei spurning hvernig þetta færi. KRingar duttu í það að dæla háum boltum fram á Björgólf sem átti aldrei séns í neinn bolta, enda er hann leikmaður sem vill fá boltann í fæturna. Mark númer 2 frá Keflavík var bara tær snilld eftir góða rispu upp hægri kantinn frá frá finnska Svíanum okkar og góða fyrirgjöf beint á Færeyinginn Simun Samuelsson, Norræn samvinna í topp klassa. Smile 2 - 0

En á morgun fáum við FHinga í heimsókn og er líklegt að sá leikur verði mikil prófraun fyrir lið Keflavíkur. Með alla sína skæðu sóknarmenn eru þeir til alls líklegir en eins og kom í ljós um síðustu helgi uppi á Skaga er vel hægt að skora hjá þeim og hverjir eru líklegri til að ná að skora mörk en Keflvíkingar. Áfram Keflavík, ég verð með ykkur í huganum en verð víst að sitja heima og sjá þetta í sjónvarpinu.


Heppin ISG

Ingibjörg S G var heppin að vera ekki í langröndóttum kjól því þá hefði hún fallið beint inn í munstrið á stólnum, sami litur og allt.

mbl.is Össur: Unnið að samræmingu þess helsta og besta úr stefnu flokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nagladekk og svifryksmengun

Samkvæmt fréttum í dag er talið að annað hvert dekk i umferðinni á höfuðborgarsvæðinu sé neglt. Til hvers í fj....? Eru ekki götur auðar 80 - 9% af tímanum? Og það að tugir þúsunda fara um götur borgarinnar og tætandi upp malbikið getur ekki annað en skapað þessa mengun sem hangir yfir borginni við þessar veður aðstæður sem nú eru. Nú orðið bjóðast ýmsir kostir í vetrardekkjum svo sem harðkorna-, loftbólu- og eitthvað sem mig minnir að sé kallað valhnetuskeljabrotadekk. Ég hef búið bæði á Suðurlandi og Norðurlandi og mín reynsla er sú að það sé algjör óþarfi að nota negld nekk. Ég bjó um nokkurra ára bil á Norðausturlandi og þvældist oft á vetri hverjum suður yfir heiðar í allskonar veðrum og færi. Ég verð bara að segja það að loftbóludekkin dugðu mér bara mjög vel. Ég held nefnilega að þetta sé mest í hausnum á manni, maður keyrir bara eftir aðstæðum og reynir að keyra bara þannig að maður ráði við þær aðstæður sem eru hverju sinni. Oft hefur verið talað um að nagladekk veiti mönnum falska öryggiskennd og er ég alls ekki frá því að svo sé. Ég spái því að innan 10 - 15 ára verði búið að banna negld dekk hér á Íslandi. 


Bara byrjunin???

Er þetta bara byrjunin á því sem á eftir að verða frábært tímabil fyrir þá sem ekki styðja KR? Vonandi.

mbl.is KR-ingar steinlágu gegn Lilleström
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagning bankagróðans

Undanfarna daga er búið að vera að tilkynna þjóðinni hversu himinháar fjárhæðir bankarnir hafa grætt. Tekið er fram hve mikill hagnaðurinn er ,,eftir skatta". En er það rétt sem ég heyri að fyirtækin, bankarnir geti frestað greiðslu skattanna vegna þess að þetta er hagnaður af sölu hlutabréfa og hann er notaður til kaupa á nýjum hlutabréfum. Þannig frestast skattgreiðslan endalaust. Ég sem var svo ánægður með þessa glæsilegu útkomu og allan þann haug af peningum sem kæmu til með að mokast inn í ríkiskassann. Ég var á sínum tíma mótfallinn sölu ríkisbankanna en var búinn að skipta um skoðun á því vegna þessa gríðarhagnaðar og þá þar af leiðandi hárra skattgreiðslna, sem ég leit þá á sem uppbót á söluverðið. En ef þetta er rétt sem ég heyri af skattleysi bankanna hef ég aftur efast um hvort rétt var staðið að sölu þeirra. Og nú bætir forsætisráðherra um betur og bjargar bönkunum og fleiri fyrirtækjum og einstaklingum að sjálfsögðu með hugmyndum um að hætt verði að skattleggja hagnað af sölu hlutabréfa. Þetta hlýtur að vera hugsað til þess að einfalda hlutabréfasölumönnum lífið, þ.e. að þurfa ekki að rjúka til að fjárfesta í nýjum bréfum innan tilskilins tímaramma. Er þetta réttlæti? Ég bara spyr. En annars verð ég að hrósa þeim Landsbankamönnum, en þeir voru að tilkynna starfsmönnum að þeir fengju 300 þús. króna kaupauka vegna góðs árangurs á síðasta ári. Þetta er örugglega 2. eða 3. árið sem þeir gera þetta. Mér finnst ástæða til að benda á þetta því að oft er talað á tillidögum um verðmætið sem fólgið er í starfsfólki en svo nær það ekkert lengra.


HM loksins búið

Jæja þá er HM loks lokið. Það fór eins og mig grunaði að Þjóðverjar eru heimsmeistarar. Þeri unnu Pólverja með 5 marka mun sem mér sýnist vera forskotið sem heimavöllurinn gaf. Ég held bara að dómararnir hafi verið nokkuð góðir og ekki fallið í heimavallardómgæslu sem oft vill verða. En mikið andsk...er höllin sem leikið var í flott. En við urðum að gera okkur 8. sæti að góðu eins og við vorum rosalega nálægt því að komast í undanúrslitin. 

Atvinnumótmælendur

Hvernig er með þetta fólk sem er að mótmæla öllum fjandanum út um allt. Ég heyrði viðtal við einhverja konu í dag þar sem hún tók fram að verið væri að skemma fyrstu stóriðjuna sem stofnað hefði verið til á Íslandi, duh!! Ætli hún hefði ekki mótmælt henni þegar hún var byggð á sínum tíma hefði hún verið uppi á þeim tíma. Fólk vill komast á milli staða á sem skemmstum tíma og það þarf bara að horfast í augu við það. Eða komu mótmælendurnir ríðandi á staðinn?


mbl.is Bærinn óskaði eftir því að vinnuvélar yrðu fluttar úr Álafosskvosinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eurovision, Hm & fleira

Var að enda við að hlusta á hljómsveitina Von frá Sauðárkróki (og Húsavík) flytja svona líka flott og hressandi rokklag, dálítið óeurovisionlegt. Maður stendur náttúrulega með sínum manni trommaranum Gunnari Illuga. áfram Von. Annars voru Íslendingar að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum á HM í handbolta með eins marks sigri á Slóvenum, síðan er það bara spurning um andstæðing í þeirri rimmu sem verður útsláttarkeppni svona rétt eins og í enska bikarnum þar sem mínir menn  Man Utd voru að tryggja sér áframhaldandi þátttöku þar með því að leggja Portsmouth að velli 2 - 1 þar sem Rooney skoraði bæði mörkin nýkominn inn á sem varamaður. Nafni minn í Keflavík var að hringja í okkur og láta vita að hann var að missa sína aðra tönn, núna var það framtönn sem fauk.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 889

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband