Ættarmót

Þá erum við komin heim af ættarmóti. Við systkinin hittumst við Apavatn um helgina eins og einhver líklega 12 - 14 síðustu ár. Þá höfum við hist þessa síðustu helgi fyrir verslunarmannahelgi og gert okkur glaðan dag. Síðustu árin höfum við grillað heilan lambskrokk og 2 - 4 læri að auki. Að sjálfsögðu mætum við systkinin ekki ein heldur okkar makar og börn og aðrir afkomendur líka. Áður en við fórum að hittast við Apavatn höfðum við farið misjafnlega mörg saman í útilegu eitthvert hér á suðvestur horninu. Núna um helgina mættu líklega rúmlega 40 manns og ef að líkum lætur á þessi samkoma okkar aðeins eftir að stækka. Það leit alls ekki nógu vel út með veður framan af vikunni en það rættist úr veðrinu þegar á staðinn var komið. Það rigndi aðeins á föstudagskvöldi og aðfaranótt laugardags hellirigndi en síðan var bara blíða og ekki laust við að maður fengi á sig smá lit. Um helgina voru líka mærudagar á Húsavík og það kom kannski allt eins til greina að skreppa þangað en úr varð að við tókum Apavatn frekar, en sjálfsagt kemur að því að við veljum mærudaga sem líklega verða hér eftir um sömu helgi og okkar samkoma. 


Viðbúnaður við lendingu

Ég og mín fjölskylda vorum á leið til Keflavíkur eftir Reykjanesbraut á móts við Voga eða heldur sunnar kannski um kl. 16:30. Þá segist sonur minn hafa séð einhvern hlut falla frá flugvél sem var nýkomin á loft frá Keflavíkurflugvelli. Það er spurning hvort þetta hefur verið sama flugvélin og þurfti að lenda með þessum viðbúnaði.
mbl.is Sneri við og lenti í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki óvænt

Þessu var ég búinn að spá fyrir mót í vor. Það var algjörlega vitað að hann myndi ekki klára leiktíðina hér heima, til þess er hann allt of góður leikmaður og klár strákur þar að auki. Gangi þér vel Pálmi. Nú aukast möguleikar minna manna að landa langþráðum titli á hausti komandi, þ.e. ef við náum að halda okkar mannskap og jafnvel að bæta Jóanni B Guðmundssyni í hópinn. Áfram Keflavík.
mbl.is Pálmi Rafn á leið til Stabæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tækifæri

Ég er virkilega ánægður með þessi úrslit í kvöld, enda stuðningsmaður Keflavíkur. Ég viðurkenni að FH sótti meira í leiknum en til að vinna leiki þarf að skora (ekkert nýtt), en það gerðu FHingar ekki nema einu sinn og átti tæplega að standa það mark. Nú er það í höndum minna manna að grípa tækifærið og hirða toppsætið þegar þeir mæta Fram í Laugardalnum annað kvöld.  Annars er það athyglivert að FHingar eru að tapa sínum öðrum leik í röð á marki sem þeir fá á sig í uppbótartíma, nokkuð sem þeir hafa nú frekar verið duglegir við að gera sjálfir.
mbl.is Jóhann hetjan í sigri Fylkis á FH
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjúúkkk

Nú líður mér vel að vita að Britney lítur vel út, ég hafði vissar áhyggjur, verð að segja það.
mbl.is Britney sögð líta vel út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valur Ingimundar þjálfar Njarðvík

Ég bloggaði um það þann 26. apríl að Valur Ingimundarson myndi taka við Njarðvíkurliðinu þegar ljóst var að Teitur yrði ekki áfram með liðið. Það hefur nú komið á daginn að ég giskaði rétt á sínum tíma. Reyndar hitti ég Val skömmu eftir þetta og þá var hann nú ekki tilbúinn að viðurkenna að þetta stæði til. En nú háttar svo til að við erum báðir að flytja úr Borgarnesi í Reykjanesbæ. Ég held áfram að styðja mína menn í Keflavík og það verður áfram barátta þeirra bræðra Vals og Sigurðar.
mbl.is Friðrik verður með Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Hermann

Ég óska Hermanni til hamingju með þennan titil. Hann er svo sannarlega vel að þessu kominn baráttujaxl og eðalnáungi þarna á ferð. Ég hefði reyndar frekar viljað sjá mína menn Man Utd vera að berjast um þennan bikar í dag, en þetta er allt í lagi.

Og Hermann, takk fyrir síðast.

 


mbl.is Hermann enskur bikarmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kærkominn liðsauki

Þetta eru einhverjar bestu fréttir sem maður hefur fengið úr herbúðum Keflavíkur lengi. Nýbúið er að semja við Hans Mathiesen sem lék áður með fram og svo þessir sterku leikmenn sem sannarlega eru með Keflavíkurhjarta. Það er klárt að þetta mun styrkja liðið og leiða til meiri baráttu um  sæti í liðinu. Sterkari og breiðari hópur í lengra og erfiðara tímabil. Áfram Keflavík!!!
mbl.is Hólmar og Hörður til Keflavíkur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Titilvörnin hefst í Keflavík

Ég er skíthræddur um að Valur haldi titlinum eftir komandi tímabil. Þeir byrja í Keflavík á laugardaginn kemur. Eins mikið og ég vona að Keflavík gangi vel í sumar er ég nokkuð raunsær og geri ekki ráð fyrir að þeir verði mikið að þvælast fyrir þessum stærstu klúbbum, Val, KR, FH o.s.frv. Sennilega verður þetta tímabil Húsvíkingsins Pálma Rafns, spurning hvort Valsmönnum tekst að halda honum út tímabilið.

En bara áfram Keflavík 


mbl.is Valur sigraði í Meistarakeppni KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léttir

Þvílíkur léttir þetta hlýtur að vera fyrir alla, þar með talda hjúkrunarfæðingana sjálfa. Að maður tali nú ekki um þá sem greinst hafa með slæma og illvíga sjúkdóma sem krefjast tafarlausrar meðhöndlunar. Ef þessar uppsagnir hefðu komið til framkvæmda hefðu fjölmargir sjúklingar sem bíða hinna ýmsustu aðgerða verið í mikilli óvissu. Ég þekki það af reynslu að álagið á hinar ýmsu deildir Landspítala er gífurlegt og mikið og gott starf sem þar er unnið af hinu mjög svo færa starfsfólki sem þar leggur sig  allt fram um að hjálpa sínum skjólstæðingum. Þessu fólki þarf að umbuna vel fyrir sín vel unnu störf. 


mbl.is Vaktakerfið dregið til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband