Færsluflokkur: Bloggar

Víst ég er að skrifa þér!!!!

Mér finnst bara ósiðlegt að skrifa bréf og kunna ekki íslensku almennilega. Maður segir ekki: víst ég er að skrifa þér bréf, heldur fyrst ég er að .......... Þetta virðist vera farið að tröllríða öllu þetta orðalag rétt eins og fólk er farið að spá í því í stað þess að spá í það (þf. en ekki þgf.).
mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misvísandi upplýsingar.

Það eru misvísandi upplýsingar í gangi með þessi tvö flug IE í fyrramálið. Á heimasíðu IE segjast þeir ætla að fljúga frá Keflavík, en á heimasíðu Keflavíkurflugvallar er sagt að þessi flug fari frá Akureyri. Ef ég ætti sæti í öðru hvoru þessara fluga væri ég ekki rólegur núna þegar klukkan er 22:30 kvöldið fyrir þessi flug. Hvort ætti ég að vera rólegur og skjótast upp á Keflavíkurflugvöll 3 tímum fyrir flug eða keyra norður upp úr miðnætti?
mbl.is Stefnir að flugi frá Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann.

Þetta datt mér í hug þegar ég sá Björn Val Gíslason tala fyrir meirihluta nefndar vegna setningar laga á verkfall flugvirkja. Hann sjálfur hefur margoft verið í þeirri stöðu að sett hafa verið lög á hans stéttarfélag og þó ég hafi ekkert í höndunum um hans álit á þeim gjörningum, er ég samt alveg viss um að hann hefur ekki verið hrifinn af slíkri lagasetningu.
mbl.is Lög á verkfall flugvirkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar á laun draga úr vinnu

Má ekki með sömu rökum segja að skattar á laun dragi úr vilja manna til að sækja vinnu? Ef ég þyrfti ekki að greiða þessi 36 - 38% af laununum mínum í skatt, myndi ég kannski fara að vinna á kvöldin líka. En málið er nú bara þannig að ef við ætlum að reka hér heilbrigðiskerfi, löggæslu og almenna stjónsýslu, þá þarf tekjur til að standa undir því. En því er ekki að neita að opinbera kerfið hefur blásið hressilega út síðustu áratugi með kröfu um sífellt stærri hlut af kökunni sem til skiptanna er. 


mbl.is Telja fjármagnstekjuskatt draga úr fjárfestingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðsmitandi valdhroki.

Ég hef nú borið nokkra virðingu fyrir þessum tveimur þó hún hafi farið þverrandi sérstaklega varðandi Jóhönnu. En að Steingrímur skuli skella þessu fram núna á þessum tímapunkti finnst mér fyrir neðan allar hellur. Þetta er eins og að senda þjóðinni puttan. Hingað til hafa þau bæði stutt þjóðaratkvæðagreiðslu í stórum málum, en nei ekki núna þegar þeim hentar það ekki. Ég hef á tilfinningunni að þau hafi smitast af valdhrokanum sem gekk hér fyrir nokkrum árum og gekk þá gjarnan undir heitinu ,,Bláa höndin".
mbl.is Steingrímur: Ólíklegt að ég kjósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhannes og afkvæmin

Ég held að ef Jóhannes hefði haldið sig við Bónus áfram og látið strákinn vera áfram á lyftaranum, hefði þetta aldrei farið eins og allt fór. Stærstu mistök í  þessu öllu voru hins opinbera, að leyfa samruna Hagkaupa og Bónuss á sínum tíma.
mbl.is 80% vilja ekki Jóhannes í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættið að reykja.

Ég er alveg ótrúlega hissa á fólki sem setur peningana sína í þennan fjanda. Tökum dæmi um hjón sem reykja einn og hálfan pakka á dag hvort, þykist þekkja til slíks. Það kostar þetta fólk 947.000 krónur á ári. Til að hafa þá peninga til ráðstöfunar þarf maður að vinna sér inn líklega u.þ.b. 1,5 milljón. Segjum að þau hafi 250.000 kr. hvort í laun þá er það helmingur af árstekjunum annars aðilans sem fer í þetta helvíti. Hættið þessu bara, strax.


mbl.is Birgðu sig upp af tóbaki og hækkuðu verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veisla fyrir Færeyinga.

Mikið held ég að frændur okkar Færeyingar hefðu viljað vera staddir þarna vopnaðir sveðjum sínum að ná sér í vænan bita.
mbl.is Grindhvölum komið til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða hvaða?

Hvernig er það þegar menn eru með svona dýr tæki í höndunum, er ekki hafður tékklisti við höndina rétt eins og í flugi? Það er alveg sama hversu oft menn fara í loftið og lenda, það er algjört lykilatriði að fara alltaf yfir tékklistann og treysta aldrei á minnið eitt. Mér finnst að það ætti að vera svipað í svona farartækjum að það sé stuðst við lista yfir það sem gera þarf þegar lagt er úr höfn og svo aftur þegar komið er í höfn. Kannski er svona listi, þekki það ekki, en þá þarf líka að fara yfir hann.
mbl.is Annar veltiuggi Herjólfs skemmdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En stórnotendur?

Nær þessi hækkun líka yfir samninga við þessa stóru eins og Alcan og Norðurál og hvað þau heita öll þessi álfyrirtæki, eða eigum við smælingjarnir bara að sjá um að borga niður milljarðaskuldirnar. Því að þessi hækkun hlýtur að ganga alla leið niður í smásöluverðið, eða hvað?
mbl.is Landvirkjun hækkar gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband