Færsluflokkur: Bloggar

Írak eða Kuvæt, skiptir ekki öllu....

Ég hélt reyndar að Saddam Hussein hefði verið einræðisherra Íraks. Þessi færsla kemur til með að líta illa út þegar búið verður að leiðrétta fréttina. En samt, ég set þetta samt inn.
mbl.is Rannsakar Glitni nú en áður Saddam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gumma heim

Nú er bara málið að þetta er nánast orðið vonlaust hjá þessu Vaduz liði að bjarga sér, er þá ekki málið að fá bara Gumma heim og þá er bara eitt lið sem kemur til greina. Áfram Keflavík. Drífa í þessu áður en félagaskiptaglugganum verður lokað.
mbl.is Guðmundur skoraði í tapleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinur Össurar

Össur getur þá sagt um Obama eins og Davíð sagði um Bush, að hann hafi kallað sig vin sinn.
mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristur og Davíð

Er það af greiðasemi við Davíð að mbl.is vitnar ekki í orð Davíðs þar sem hann líkir brottvikningu sinni við krossfestingu frelsarans? Ég get ekki annað en metið þessi orð hans, sem orð manns sem ekki er í því jafnvægi sem ætlast má til af einum af leiðtogum þjóðarinnar. Það er þokkalega dregið fyrir hjá þeim sem ekki sjá það.


mbl.is Víkingar með Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alvöru körfuboltaleikur

Þetta er alvöruíþrótt. Að horfa á svona leik er engu líkt. Þó ég hafi nú bara verið heima og fylgst með á ,,stattinu" þá var það eiginlega alveg nógu spennandi. Bara helv... sárt að ná ekki í einn leik enn eins og við vorum nálægt því. En ætli einhver hafi tekið eftir því að Hörður Axel spilaði hverja einustu mínútu í leiknum, 60 mínútur gott fólk, geri aðrir betur. En til hamingju KR ingar með frábært lið, sem reyndar hefur ekkert unnið enn sem komið er, þ.e. engan titil.
mbl.is KR sigraði eftir fjórar framlengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líta vel út

Ég verð að segja það eftir að hafa séð Keflavík spila í 2 af þessum 3 leikjum, þá líta þeir bara vel út og til alls líklegir í sumar. En það er víst langur vegur frá þessum vorleikjum og að alvörunni í sumar. Maður hefur oft séð lið brillera á vorin og detta svo í bullið á sumrin. Bjarni Hólm kemur feykilega vel út í miðverðinum, Simun alveg baneitraður og átti stoðsendingar í öllum mörkunum.
mbl.is Keflvíkingar með fjögur gegn Fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður dómari

Ég verð að hrósa dómaranum í þessum leik. Ég verð enn og aftur að lýsa svekkelsi mínu frá fyrra sumri þegar við Keflvíkingar misstum af Íslandsmeistaratitlinum í síðasta leik. Þá vorum við komnir í 1-0 og áttum að fá víti í nánast nákvæmlega eins atviki og Man Utd fékk víti út á. En í stað þess að dæma víti á Fram fékk okka leikmaður Simun Samuelsson gult spjald fyrir leikaraskap frá hinum annars ágæta dómara Jóhannesi Valgeirssyni. Ég vænti þess að Jóhannes þessi hafi eftir að hafa séð atvikið í sjónvarpi viðurkennt mistök sín. Jæja ætli þetta sé ekki orðið gott af svekkelsi, nú er bara að klára þennan leik með að minnsta kosti jafntefli og helst sigri, og síðan vonar maður það besta fyrir sumarið.


mbl.is Liverpool fagnaði stórsigri á Old Trafford
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burtfararpróf að eigin sögn!!

Þetta er nú dálítið skondið, ,,lauk svo að eigin sögn námi frá óperustúdíóinu í Zurich í Sviss árið 1986". Á hann enga pappíra upp á það?

 


mbl.is Guðbjörn fer í prófkjörsslaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köben

Í fyrramálið kl. 7:15 erum við hjónakornin að fara í loftið með Iceland Express.Ferðinni er heitið til Kaupmannahafnar þar sem Ráðhildur systir tekur á móti okkur og við fáum gistingu hjá henni í Gundsömagle sem er í nágrenni Hróarskeldu. Þarna ætlum við að vera fram á laugardag nema að 2 síðustu næturnar ætlum við að vera á hóteli í hjarta Kaupmannahafnar. Þegar heim verður komið tekur við nýtt starf í Samkaup strax á Hringbraut í Keflavík. Ágætt að kúpla sig aðeins frá stritinu áður en maður tekur til hendinni á nýjum vettvangi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband