Færsluflokkur: Bloggar

Lítil haglabyssa ætluð börnum!!!!!!!!

Hvenær ætla Bandaríkjamenn að læra? Ég held að þetta toppi allt sem maður hefur heyrt af þessari Guðs útvalinni þjóð og meðferð og eign þeirra á byssum. Lítil haglabyssa ætluð börnum!! Til hvers? Hvernig dettur fólki svona andsk.... vitleysa í hug. Er nokkurt annað land á þessari jörð sem umgengst byssur á svipaðan hátt og Bandaríkjamenn? 


mbl.is 11 ára drengur ákærður fyrir morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaskorari af guðs náð!

Það má segja að Gary Neville sé markaskorari af guðs náð, hann hefur skorað meira en 1 mark á hverja 100 spilaða leikiLoL
mbl.is Neville framlengir við Manchester United
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rækjan og Húsavík

Ef svo færi að rækjan finndist á ný í veiðanlegu magni er búið að búa svo um hnútana að tæplega verður farið af stað með rækjuvinnslu á Húsavík á nýjan leik. Ef ég man rétt var gengið þannig frá málum að þeir Samherjamenn eignuðust rækjuvinnsluna þar og þeir komu og hreinsuðu allt út úr húsinu sem hægt yrði að nota til rækjuvinnslu.  Sjálfsagt deilir fólk á Húsavík/Norðurþingi um það hverjum er um að kenna en útgerðarsagan þar og hnignun útgerðar á síðustu áratugum er ein sorgarsaga. Ekki að ég hafi svo mikið vit á þeirri sögu en þann stutta tíma sem ég bjó á Húsavík komst ég ekki hjá því að heyra það hvernig bæjarstjórnarmenn sitjandi í meirihluta og fyrrverandi meirihlutamenn kenndu hverjir öðrum um hver bæri sökina á því hvernig komið væri fyrir óskabarni bæjarins Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
mbl.is Rækja unnin á ný á Siglufirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurt hjá mínum mönnum

Skrapp á leikinn í morgun og þetta var nú svona frekar dapurt hjá mínum mönnum. Reyndar verð ég að taka upp hanskann fyrir þá, því FHingar voru að ég held með sitt sterkasta lið frá því í fyrrasumar meðan guttar sem maður hefur ekki séð með meistaraflokki voru að spila fyrir okkur. Alltaf leiðinlegt að tapa fyrir FH en við tökum þá bara í sumar.
mbl.is FH sigraði Keflavík í úrslitaleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valur Orri Valsson

Það er athyglivert við þennan leik að Valur Orri Valsson, 14 ára sonur Vals Ingimundarsonar lék með Njárðvíkingum í kvöld. Ég veit ekki hversu margar mínútur hann lék en hann náði þó að skora 2 stig að ég held. Við skulum fylgjast vel með þessum dreng, mig grunar að hann eigi eftir að koma talsvert við sögu körfuboltans á Íslandi næstu árin.
mbl.is FSu sigraði í Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv.... vatnið

Já það er þetta með helvítis vatnið, það hafa margir drukknað í því.
mbl.is Lést vegna ofneyslu vatns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þágufallssýkin herjar á mbl.is

Ég veit að það lítur illa út að setja hér inn athugasemd við málfarið í greininni, því að það verður örugglega leiðrétt fljótlega. En að hafa eftir Roy Keane: ,,Mér hlakkar til að byggja á þeirri reynslu einhventímann í framtíðinni". Manni verður bara illt.
mbl.is Roy Keane segist snúa aftur til þjálfunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Holdgerfingur Keflavíkur og rokksins

Með Rúnari er genginn einn mesti Keflvíkingur og rokkari okkar tíma. Ég man þegar sveitarfélögin okkar sameinuðust og skipt var um nafn og tekið upp nafnið Reykjanesbær hótaði goðið að flytja úr bænum, sem hann að sjálfsögðu stóð ekki við, hann einfaldlega bjó bara áfram í Keflavík. Ég votta Maríu og sonum þeirra og öðrum ættingjum og vinum samúð mína.
mbl.is Rúnar Júlíusson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugsmiðlar??

Eru þetta þá allt orðnir Baugsmiðlar eða er verið að Þurrka þann stimpil út?
mbl.is Fréttablaðið og Árvakur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gísli Sigurðsson
Gísli Sigurðsson
Ég er jólabarn, fæddur á annan jóladag rétt um miðja síðustu öld. Búinn að þvælast aðeins um landið en bý nú og starfa í Reykjanesbæ.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband